Back
80 laus sæti

Útihreysti, sjósund og matarbúr á Akranesi

Staðsetning Guðlaug, Akranesi
Dagur og tími 03. október 2021 11:00
Verð Frítt

Útihreysti, sjósund og matarbúr á Akranesi

kr.

Availability: 80 in stock

Category:

Deila

Share on facebook
Share on twitter

FKA Vesturland býður til hressandi samkomu á Akranesi, sunnudaginn 3. október. Hreyfum okkur úti, prófum sjósund og Guðlaugu og endum í Matarbúri Kaju með dýrindis súpu. Vinkonur velkomnar með í ferðina!


ÚTIHREYSTI Hefjum samveru á að kynna okkur útihreystitæki með Sigurbjörgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Hreyfisport, Norwell tækin frá þeim er að finna í hreystigörðum margra heilsueflandi samfélaga!

SJÓSUND Birna leiðir okkur næst um töfra sjósundsins, en Birna er ein af Marglyttunum sem synti yfir Ermasundið fyrir fáum misserum.

GUÐLAUG Að loknu sjósundi hlýjum við okkur í Guðlaugu, náttúrulauginni á Langasandi Akraness.

MATARBÚR KAJU Ljúkum deginum með heimsókn til Kaju sem er frumkvöðull frá Akranesi og rekur lífrænt kaffihús auk þess að framleiða lífræna matvöru, þar sem við gæðum okkur á dásemdarsúpu.

 

  • Verð: 500 kr. í Guðlaugu og súpa hjá Kaju 1.990 kr.
  • Hvenær: 3.10.2021 kl. 11-15
  • Hvar: Guðlaug, Akranesi kl. 11
  • Koma með: Sundföt, húfu, handklæði. Þær sem eiga koma með vaðskó og hanska. Bundnir sandalar duga oft og um að gera að kippa þeim með eða vera á tánum.