Vínsmökkunarnámskeið í Skálholti – Opið öllum FKA konum
Vínsmökkunarnámskeið í Skálholti – Opið öllum FKA konum
Deila
FKA Suðurland heldur opinn viðburð í mars fyrir allar FKA konur.
„Listin að smakka“ Vínsmökkunarnámskeið, þriggja rétta kvöldverður á Veitingahúsinu Skálholt og gisting á Hótel Skálholti.
Farið verður yfir listina að smakka vín, afhverju þyrlum við, hvað erum við að leita að í lyktinni og hvernig smökkum við til að fá sem mest út úr smakkinu. Einnig er farið yfir það helsta í framleiðslu vína og farið yfir helstu þrúgutegundir. Að lokum verður farið yfir helstu atriði þegar kemur að því að para saman mat og vín.
Þriggja rétta kvöldverður á Veitingahúsið Skálholt og gisting fyrir þær sem vilja á Hótel Skálholti.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 40 konur – VERÐ OG SKRÁNING AUGLÝST.
Hvar: Skálholt restaurant og Hótel Skálholt
Hvenær: Laugardaginn 15. október 2022
Tími: 17:00 – 22:00 // Mæting kl.17:00 fyrir þær sem gista á Hótel Skálholti // Námskeiðið hefst kl.18:00 á Veitingahúsinu Skálholt og kvöldverður í kjölfarið
Verð: Nánar auglýst síðar.
Við hlökkum til að njóta góðra stunda með ykkur í Skálholti.
Kær kveðja,
Stjórn FKA Suðurlands