„Vilji er í raun allt sem þarf“, segir Dr. Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og nýr formaður Jafnvægisvogarráðs FKA.
Ásta Dís í Svipmynd ViðskiptaMogga.
Undanfarin misseri hafa einkennst af skemmtilegum tímamótum hjá Ástu Dís. Í desember varð hún fimmtug og í nóvember tók hún við stöðu formanns Jafnvægisvogarráðs FKA. Þá er hún stjórnarformaður MBA-námsins við HÍ en nýverið var því fagnað að tuttugu ár eru liðin frá því fyrsti nemendahópurinn brautskráðist með MBA-gráðu á Íslandi.
,,Hér á landi er þetta ekkert sérstaklega flókið, því að skapa jafnrétti og jöfn tækifæri er ákvörðun. Það er ákvörðun stjórnvalda, stjórna félaga og fjárfesta. Vilji er í raun allt sem þarf.“
Jafnvægisvogin hefur verið starfrækt frá árinu 2018 og er unnin í samstarfi við forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Ríkisútvarpið. Það er Thelma Kristín Kvaran er verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA og áhugasömum er bent á heimasíðu FKA fyrir frekari upplýsingar um þátttöku, viðurkenningarhafa o.s.frv. Jafnvægisvog FKA er orðin þekkt stærð í íslensku atvinnulífi og árleg ráðstefna Jafnvægisvogar liður í að efla jafnréttisvitund á vinnumarkaði með umræðu og jafnréttisáherslum. Komið með!
Ráðstefnur Jafnvægisvogar FKA:
Erindi upptaka HÉR // Dr. Ásta Dís Óladóttir „Erum við að beita úreltum aðferðum?“
UPPTÖKUR
Slóð á Jafnvægisvog FKA 2022
Slóð á Jafnvægisvog FKA 2021
Slóð á Jafnvægisvog FKA 2020

Það er Thelma Kristín Kvaran er verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA, jafnvaegisvogin@fka.is. Áhugasömum er bent á heimasíðu FKA fyrir frekari upplýsingar um þátttöku, viðurkenningarhafa o.s.frv. Nánar um Jafnvægisvog FKA HÉR

#FKA #Tengslanet #Hreyfiafl #Sýnileiki #Pipar\TBWA #Jafnvægisvog #Sjóvá #Jafnvægisvogin #JafnvægisvogFKA @Þorsteinn Pétur Guðjónsson @Anna B. Sigurðardóttir #RÚV #Deloitte @Birgir Jónsson @Ásta Fjeldsted #Festi @dr. Ásta Dís Óladóttir #HÍ #HáskóliÍslands Bragi Valdimar Skúlason @Katrín Jakobsdóttir @Eliza Reid @Thelma Kristín Kvaran – Mynd Morgunblaðið @Arnþór Birkisson #Svipmynd #ViðskiptaMoggi
