Kveðja stjórnar vegna fráfalls Ernu Bryndísar 

Athafnakonan Erna Bryndís er nú látin eftir glímu við sjúkdóm, sem lengi hefur herjað á hana. Útförin fer fram í Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. júní, kl.13.00.

Erna Bryndís fékk ung að árum löggildingu sem endurskoðandi í Danmörku, Íslandi og Bandaríkjunum, en í þessum löndum hefur hún starfað sem mikils metin kona. Hún hefur einnig getið sér góðs orðstírs í rekstri fyrirtækja og í störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Um skeið var hún mjög virkur meðlimur í Fèlagi kvenna í atvinnulífinu.
Nú þegar hún er gengin viljum við þakka henni þau störf um leið og við sendum fjölskyldu hennar hugheilar samúðarkveðjur .

Stjórn FKA