Starfsemi
HLUTVERK FKA
FKA er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins.
FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins.
FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku.
GILDI FKA
Framsækni vísar í kraftinn sem býr í FKA konum og hlutverk þeirra í að auka fjölbreytileikann í íslensku atvinnulífi.
Kunnátta vísar í að FKA miðlar þekkingu og reynslu til félagskvenna og leggur áherslu á hvatningu og tengsl.
Afl vísar til að FKA er leiðandi hreyfiafl í íslensku atvinnulíf
FRAMTÍÐARSÝN FKA
Íslenskt atvinnulíf einkennist af fjölbreytileika öðrum löndum til fyrirmyndar.
FKA er félag fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi.
FKA vinnur með aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnum eða stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins. Félagið var stofnað árið 1999.
Sækja um aðild
Stjórn FKA 2022-2023

Mynd // frá vinstri að ofan: Andrea Ýr, Guðlaug, Unnur, Dóra, Guðrún, Bergrún Lilja, Helga, Erla, Grace og Ingibjörg.
Stjórn FKA 2023-2024
Formaður 2023-2024: Unnur Elva Arnardótti – forstöðumaður Skeljungi
Andrea Ýr Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsulausna & hjúkrunarfræðingur // Ritari FKA.
Dóra Eyland – Golfklúbbur Reykjavíkur (hálfnuð með kjörtímabil sitt í stjórn)
Grace Achieng – stofnandi & framkvæmdastjóri Gracelandic
Guðrún Gunnarsdóttir – framkvæmdastjóri Fastus (hálfnuð með kjörtímabil sitt í stjórn) // Varaformaður FKA.
Helga Björg Steinþórsdóttir – stofnandi og með eigandi AwareGO.
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, hundaræktandi & eigandi Gæludýr (stjórnarkona til eins árs) // Gjaldkeri FKA.
Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir mannauðs- og skrifstofustjóri (varakona til eins árs)
Erla Björg Eyjólfsdóttir – hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi (varakona til eins árs)
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir – eigandi og framkvæmdastjóri GET Ráðgjafar ehf. (varakona til eins árs)
//
Samþykktar starfsreglur stjórnar FKA 2023-2024.
Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri FKA er Andrea Róbertsdóttir (andrea@fka.is).
FKA er með skrifstofu í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, 3. hæð.
Kennitala félagsins er 710599-2979
Fjölbreytt starfsemi nefnda og deilda innan FKA
Stór hluti starfsemi FKA fer fram innan deilda og nefnda, og heldur FKA úti öflugu starfi á höfuðborgasvæðinu og á landsbyggðinni. Í dag eru í félaginu um 1300 konur sem koma úr öllum greinum atvinnulífsins.
Með því að vera FKA kona tekur þú þátt í öflugu starfi og ert partur af hreyfiafli sem stuðlar að jafnvægi í íslensku atvinnulífi.
FKA stendur fyrir hreyfiaflsverkefnum eins og Jafnvægisvog FKA, eflingu kvenna í stjórnum og stjórnendastöðum og sýnileiki í fjölmiðlum.
Starfsemi FKA felur einnig í sér fjölbreytta viðburði á borð við morgunfundi, fyrirtækjaheimsóknir, fræðslu og námskeið. Stór hluti þessa funda er frír fyrir félagskonur.
Deildir eru sjálfstæðar einingar sem skipa eigin stjórn, halda árlega aðalfundi og eigið bókhald.
Hlutverk nefnda er að standa fyrir viðburðum og verkefnum sem falla undir sérgreind hlutverk þeirra.
Hlutverk landsbyggðadeilda er að efla konur á landsbyggðinni og styrkja tengslanet nærumhverfis.
