Starfsemi

HLUTVERK FKA

FKA er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins.
FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins.
FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku.

GILDI FKA
Framsækni vísar í kraftinn sem býr í FKA konum og hlutverk þeirra í að auka fjölbreytileikann í íslensku atvinnulífi.
Kunnátta vísar í að FKA miðlar þekkingu og reynslu til félagskvenna og leggur áherslu á hvatningu og tengsl.
Afl vísar til að FKA er leiðandi hreyfiafl í íslensku atvinnulíf

FRAMTÍÐARSÝN FKA
Íslenskt atvinnulíf einkennist af fjölbreytileika öðrum löndum til fyrirmyndar. 

FKA er félag fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi.
FKA vinnur með aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnum eða stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins. Félagið var stofnað árið 1999. 
FKA eru félagasamtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Hvort sem þú ert stjórnandi, leiðtogi, átt eða rekur þitt fyrirtæki – þá áttu heima í FKA ef þú vilt efla þig, styrkja tengslanet og taka þátt í að stuðla að því að efla íslenskt atvinnulíf. 

Sækja um aðild 

Stjórn FKA 2020-2021

 Stjórn FKA 2020-2021

 

Ekki hefur náðst að halda fund þar sem allar stjórnarkonur hafa hist vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem COVID-19 hefur skapað um allan heim. Myndin er því samsett – talið frá efstu röð vinstri:

Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands og stjórnarformaður Hannesarholts.

Formaður FKA: Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.

Ritari: Áslaug Gunnlaugsdóttir, lögmaður og eigandi hjá LOCAL lögmönnum.

Gjaldkeri: Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður þjónustu hjá Skeljungi.

Varaformaður: Ragnheiður Aradóttir, stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching.

Dr. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst / stofnandi og eigandi Mundo.

Rakel Lind Hauksdóttir, fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS barnaþorpin.

Varastjórnarkona FKA 2020-2021

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri og frumkvöðull Tré lífsins.

 

Opnunarviðburður stjórnar FKA 2020 vakti athygli. 

Opnunarviðburðurinn var gjörningur og táknræn keðja sem FKA félagskonur mynduðu þegar þær gengu saman Búrfellsgjánna og boðuðu sýnileika, hreyfiafl og tengslanet í takt við nýja tíma. Sýnishorn/umfjöllun má sjá hér:

Viðskiptablaðið / Heimasíða FKA

Mannlíf / Fréttablaðið o.s.frv

 

Nokkur orð frá stjórnarkonum í upphafi starfsárs FKA 2020-2021.

„1200 leiðir til að nýta tengslanetið í FKA,” Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA í upphafi starfsárs FKA 2020-2021. HÉR

,,Félag eins og FKA er því mikilvægara en nokkru sinni,” Ragnheiður Aradóttir varaformaður FKA í upphafi starfsárs. HÉR

,,Að gæta hagsmuna, efla samstöðu og samstarf kvenna í atvinnulífinu,” Áslaug Gunnlaugsdóttir stjórnarkona og ritari FKA í upphafi starfsárs. HÉR

,,Þurfum að halda ótrauðar áfram að byggja á frábæru starfi,” Unnur Elva stjórnarkona og gjaldkeri FKA í upphafi starfsárs. HÉR

,,FKA áfram í alþjóðlegu samstarfi,” Margrét Jónsdóttir Njarðvík stjórnarkona FKA í upphafi starfsárs.  HÉR

,,Lærdómsferlið sem breytingar bjóða upp á færa með sér tækifæri til þroska og jafnvel visku,” Sigríður Hrund stjórnarkona FKA í upphafi starfsárs. HÉR

,,Mikilvægt að virkja kraftinn og reynsluna,” Vigdís Jóhannsdóttir stjórnarkona FKA í upphafi starfsárs. HÉR

Starfsreglur stjórnar má nálgast hér með einum smelli.

„Það sagði enginn að þetta ætti að vera auðvelt en ég get lofað lærdómsríku starfsári!“ 

„Það eru 1200 konur í FKA um land allt, hver og ein ákveður hvað hún vill gefa félaginu og hvað hún vill fá frá félaginu. Allar FKA. Allar að fjárfesta í sér! Komið með!“

 

Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri FKA er Andrea Róbertsdóttir (andrea@fka.is). 

FKA er með skrifstofu í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, 3. hæð.

Kennitala félagsins er 710599-2979

Fjölbreytt starfsemi nefnda og deilda innan FKA

Stór hluti starfsemi FKA fer fram innan deilda og nefnda, og heldur FKA úti öflugu starfi á höfuðborgasvæðinu og á landsbyggðinni. Í dag eru í félaginu 1200 konur sem koma úr öllum greinum atvinnulífsins.

Með því að vera FKA kona tekur þú þátt í öflugu starfi og ert partur af hreyfiafli sem stuðlar að jafnvægi í íslensku atvinnulífi.

 

FKA stendur fyrir hreyfiaflsverkefnum eins og Jafnvægisvog FKA, eflingu kvenna í stjórnum og stjórnendastöðum og sýnileiki í fjölmiðlum.

Starfsemi FKA felur einnig í sér fjölbreytta viðburði á borð við morgunfundi, fyrirtækjaheimsóknir, fræðslu og námskeið. Stór hluti þessa funda er frír fyrir félagskonur.

Deildir eru sjálfstæðar einingar sem skipa eigin stjórn, halda árlega aðalfundi og eigið bókhald. 

Hlutverk nefnda er að standa fyrir viðburðum og verkefnum sem falla undir sérgreind hlutverk þeirra.

Hlutverk landsbyggðadeilda er að efla konur á landsbyggðinni og styrkja tengslanet nærumhverfis. 

Ef þú vilt stórefla tengslanetið þitt, styrkja sjálfa þig og hafa áhrif til eflingar íslensks atvinnulífs þá hvetjum við þig til að vera með okkur og taka þátt í starfi FKA!