Starfsemi

HLUTVERK FKA

FKA er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins.
FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins.
FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku.

GILDI FKA
Framsækni vísar í kraftinn sem býr í FKA konum og hlutverk þeirra í að auka fjölbreytileikann í íslensku atvinnulífi.
Kunnátta vísar í að FKA miðlar þekkingu og reynslu til félagskvenna og leggur áherslu á hvatningu og tengsl.
Afl vísar til að FKA er leiðandi hreyfiafl í íslensku atvinnulíf

FRAMTÍÐARSÝN FKA
Íslenskt atvinnulíf einkennist af fjölbreytileika öðrum löndum til fyrirmyndar. 

FKA er félag fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi.
FKA vinnur með aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnum eða stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins. Félagið var stofnað árið 1999. 
FKA eru félagasamtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Hvort sem þú ert stjórnandi, leiðtogi, átt eða rekur þitt fyrirtæki – þá áttu heima í FKA ef þú vilt efla þig, styrkja tengslanet og taka þátt í að stuðla að því að efla íslenskt atvinnulíf. 

Sækja um aðild 

Stjórn FKA 2021-2022

Mynd Silla Páls // frá vinstri: Vigdís, Katrín Kristjana, Elísabet Tanía, Unnur Elva, Sigríður Hrund, Edda Rún og Eydís Rós. 

Stjórn FKA 2021-2022

 
Formaður FKA // Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og eigandi Vinnupalla.
 
Edda Rún Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt og eigandi ERR Design.
 
Elísabet Tanía Smáradóttir, mannauðsstjóri Hertz Íslandi // Ritari stjórnar FKA.
 
Eydís Rós Eyglóardóttir, eigandi, framkvæmda- & fjármálastjóri // Gjaldkeri stjórnar FKA.
 
Katrín Kristjana Hjartardóttir sérfræðingur hjá Origo.
 
Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður hjá Skeljungi // Varaformaður FKA.
 
Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands og stjórnarformaður Hannesarholts. 

 

Starfsreglur stjórnar FKA eru samþykktar og þær má finna hér með einum smelli.

„Það eru 1200 konur í FKA um land allt, hver og ein ákveður hvað hún vill gefa félaginu og hvað hún vill fá frá félaginu. Allar FKA. Allar að fjárfesta í sér! Komið með!“

 

Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri FKA er Andrea Róbertsdóttir (andrea@fka.is). 

FKA er með skrifstofu í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, 3. hæð.

Kennitala félagsins er 710599-2979

Fjölbreytt starfsemi nefnda og deilda innan FKA

Stór hluti starfsemi FKA fer fram innan deilda og nefnda, og heldur FKA úti öflugu starfi á höfuðborgasvæðinu og á landsbyggðinni. Í dag eru í félaginu tæplega 1300 konur sem koma úr öllum greinum atvinnulífsins.

Með því að vera FKA kona tekur þú þátt í öflugu starfi og ert partur af hreyfiafli sem stuðlar að jafnvægi í íslensku atvinnulífi.

Þjónustukönnun stjórnar FKA á tímum Covid HÉR

,,Félagskonur eru ánægðar með starf FKA og almennt hafa rafrænir fundir fallið í kramið hjá félagskonum. Þemur úr svörum félagskvenna í þjónustukönnun sem stjórn FKA sendi út í byrjun árs 2021 má finna í mf. Markmiðið með könnun var að kanna líðan og ánægju með starfið á fordæmalausum tímum, heimsfaraldri.

Vel hefur tekist til að halda úti fjarfundum og úrval viðburða verið fjölbreyttara og jafnvel fjölmennara en á hefðbundnu ári. Viðurkenningarhátíð FKA breyttist í sjónvarpsþátt, Opnunarhátíð í göngu um Búrfellsgjá og fjölbreytileiki viðburða trompuðu hefðbundin ár. Mæting hefur verið afar góð og má í þessu sambandi nefna vel heppnaðan Sýnileikadag FKA í Arion banka þar sem yfir 450 félagskonur skráðu sig til leiks.

Það er þakklæti sem er efst í huga stjórnar fyrir öflugar félagskonur og það mikilvæga starf sem FKA vinnur samfélaginu til hagsbóta. Kíkið endilega á svörin og munið að við eigum allar erindi!”

 

Stefnumótun FKA – 2019-2021

Framkvæmd stefnumótunar FKA – aðgerðir í kjölfar stefnumótunarinnar í október 2019 HÉR

FKA stendur fyrir hreyfiaflsverkefnum eins og Jafnvægisvog FKA, eflingu kvenna í stjórnum og stjórnendastöðum og sýnileiki í fjölmiðlum.

Starfsemi FKA felur einnig í sér fjölbreytta viðburði á borð við morgunfundi, fyrirtækjaheimsóknir, fræðslu og námskeið. Stór hluti þessa funda er frír fyrir félagskonur.

Deildir eru sjálfstæðar einingar sem skipa eigin stjórn, halda árlega aðalfundi og eigið bókhald. 

Hlutverk nefnda er að standa fyrir viðburðum og verkefnum sem falla undir sérgreind hlutverk þeirra.

Hlutverk landsbyggðadeilda er að efla konur á landsbyggðinni og styrkja tengslanet nærumhverfis. 

Ef þú vilt stórefla tengslanetið þitt, styrkja sjálfa þig og hafa áhrif til eflingar íslensks atvinnulífs þá hvetjum við þig til að vera með okkur og taka þátt í starfi FKA!