Með viðskiptahugmynd eða nýstofnað fyrirtæki? Virkjum nýsköpunar- og frumkvöðlakraft kvenna! Kynningarfundur 31. janúar nk.

Kynningarfundur // AWE Nýsköpunarhraðall fyrir konur.

Kynningarfundur HÉR – Kynningarfundur á Facebook, SKRÁNING og nánar um dagskrá fundar.

Verkefnið er á vegum bandarískra stjórnvalda og er í boði víða um heim. Það samanstendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunderbird School of Managament við Ríkisháskólann í Arizona og vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um. Ein staðlota verður haldin á Bifröst í samvinnu við Háskólann á Bifröst. 



Virkjum nýsköpunar- og frumkvöðlakraft kvenna!



Háskóli Íslands stendur í vetur fyrir frumkvöðlahraðli fyrir konur undir merkjum AWE eða Academy for Woman Entrepreneurs í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi og Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA. Þetta er í þriðja sinn sem hraðallinn er haldinn.

Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að fjölga sprotum og efla nýsköpun í íslensku efnahagslífi og að sama skapi auka hlut kvenna á þeim vettvangi. Markmið hraðalsins er að efla konur til að þróa áfram sínar viðskiptahugmyndir, bjóða upp á fræðslu og efla tengslanetið.

Verkefnið er á vegum bandarískra stjórnvalda og er í boði víða um heim. Það samanstendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunderbird School of Managament við Ríkisháskólann í Arizona og vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um. Ein staðlota verður haldin á Bifröst í samvinnu við Háskólann á Bifröst. 

Ertu með viðskiptahugmynd eða nýstofnað fyrirtæki? Mættu þá á kynningarfundinn!

Opnað verður fyrir umsóknir fljótlega en við verðum með kynningarfund 31. janúar kl. 12:30 – endilega kíktu á hann

Um AWE HÉR

Eftir kynningarfundinn verður opnað fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2023.


Sjá nánar á awe.hi.is


#AWEIceland #HáskóliÍslands #FKA #Félagkvennaíatvinnulífinu #NýsköpunarnefndFKA #Dreambuilder #HÍ #HáskóliÍslands #HáskólinnáBifröst #Nýsköpun #AWE #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet

MYND – AWE árið 2021.