Árshátíð smáfyrirtækja verður laugardaginn 8. október í Gamla bíó.

„100%! Þessi félagsskapur hefur gefið mér meira en orð fá lýst. Ég hef búið til mjög öflugt tengslanet út frá FKA – fengið aukið sjálfstraust og kynnst öflugum konum og lært af þeim,“ segir Anna Björk Árnadóttir framkvæmdastjóri og eigandi Eventum um þátttöku sína í FKA og stjórnarsetu í FKA Framtíð.

Anna Björk hefur staðið í stórræðum og hefur nýlokið við að undirbúa viðburði fyrir Sjómannadaginn sem voru vel sóttir og heppnuðust vel. Fjölmargir viðburðir á teikniborðinu eins og Árshátíð smáfyrirtækja.

Mynd // Ernir Fréttablaðið.

Árshátíð smáfyrirtækja er sköpuð fyrir fyrirtæki með 15 starfsmenn eða færri.

Á bakvið Árshátíð smáfyrirtækja eru þær Anna Björk Árnadóttir, viðburðastýra og eigandi Eventum ehf. sem sérhæfir sig í hönnun og skipulagningu viðburða og Katrín Petersen, markaðsráðgjafi og eigandi Ramban ehf. sem sérhæfir sig í markaðs- og þjónusturáðgjöf til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Saman hafa þær unnið hin ýmsu verkefni, þar á meðal viðburði af ýmsum stærðum og gerðum fyrir lítil og stærri fyrirtæki.

,,Hugmyndin að Árshátíð smáfyrirtækja kom frá góðri konu sem hefur í fjölda ára rekið sitt fyrirtæki með eiginmanni sínum og langaði að geta fagnað með sambærilegum hætti og stærri fyrirtæki. Árshátíðin er því hugsuð sem tækifæri fyrir lítil fyrirtæki til að fagna með sínu samstarfsfólki á jafn glæsilegri árshátíð og stærri fyrirtæki eru þekkt fyrir að halda. Árshátíðin er ætluð litlum fyrirtækjum, allt frá einyrkjum til fyrirtækja með að hámarki 15 starfsmenn og er því hámarks fjöldi 30 miðar fyrir hvert fyrirtæki með mökum.”

Nánar um Árshátíð smáfyrirtækja laugardaginn 8. október í Gamla bíó HÉR

Anna Björk Árnadóttir framkvæmdastjóri og eigandi Eventum í Fréttablaðinu HÉR

#Árshátíð smáfyrirtækja @Anna Björk Árnadóttir #Eventum @Katrín Petersen #Ramban #hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur #FKAframtíð #Fréttablaðið