Ársskýrsla FKA Norðurlandi – Hugrekki, fræðsla, morgunkaffi, konukvöld, jólarölt, dans, gönguskíðakennsla og vorfagnaður í ársskýrslu.

 

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA Norðurland telur í nýtt starfsár og ný stjórn full tilhlökkunar enda 25 ára afmælisár FKA yfirstandandi.

 

Hugrekki, fyrirtækjakynningar, ráðstefna, fræðsla, morgunkaffi, konukvöld, danskennslu og vorfagnaður í ársskýrslu FKA Norðurlands sem hélt aðalfund sinn í háskólanum á Akureyri.

 

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir framkvæmdastýra Driftar EA og Dr. Kjartan Sigurðsson lektor við Háskólann á Akureyri heldur erindi um Drift, en háskólinn er einn af aðilum starfseminnar og einnig fjallar hann í því samhengi um verkefni frumkvöðla og nýsköpunar við HA. Kynnt var ársskýrsla deildarinnar og kosið í nýja stjórn.

 

MYNDIR // Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir framkvæmdastýra Driftar EA og Dr. Kjartan Sigurðsson lektor við Háskólann á Akureyri.

 

Þær Aðalbjörg Snorradóttir, Ásdís Sigurðardóttir og Sif Jónsdóttir gáfu kost á sér áfram og ný í stjórn kemur Kristín Snorradóttir. Telja þær í nýtt starfsár fullar til hlökkunar enda 25 ára afmælisár FKA yfirstandandi.

Örnu Sif Þorgeirsdóttur er þakkað sitt góða starf í þágu félagsins en Arna Sif gaf ekki kost á sér áfram.

 

Á síðastliðnu ári voru verkefnin fjölbreytt og skemmtilegt. Akademían, hugrekki og Halla Tómasdóttir, Skógarböðin, fyrirtækjakynningar, ferðir á ráðstefnur á Suðurnesjum og Austurlandi. Áhugasamar sóttust eftir þátttöku í mentorverkefni FKA og formaður og framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu sóttu deildina heim á starfsárinu. Konur fóru á jólarölt á Siglufirði og boðið uppá erindi um forystu og samskipti. Haldin voru morgunkaffi, konukvöld í Lindex á Glerártorgi, danskennslu og vorfagnað hjá Blush.

MYND // @Silla Páls af Sif Jónsdóttur stjórnarkonu FKA Norðurlandi á Opnunarviðburði FKA hjá Carbfix en konur sameinast á góðri stundu af landinu öllu og á netinu.

 

Konur fyrir Norðan eru hvattar til að skrá sig til leiks og taka þátt í starfi Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem oftast!

 

MYNDIR // Þær Sesselja Ingibjörg, Ásdís, Sigríður, Arna Sif, Aðalbjörg, Kristín og Brynhildur.

 

Kær kveðja.

Stjórn FKA Norðurlandi  – Aðalbjörg Snorradóttir, Ásdís Sigurðardóttir, Kristín Snorradóttir og Sif Jónsdóttir.

 

 

//

 

Ársskýrsla FKA Norðurlandi.

 

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2023-2024 kynnt á aðalfundi FKA norðurlands 12. september 2024.

 

Ágætu FKA konur!

 

Á síðastliðnu ári voru verkefnin fjölbreytt og skemmtilegt. Við gerðum okkar besta til að ná til sem flestra og láta vita af áhugaverðum viðburðum FKA.

 

  1. september kom boð frá Akademíunni um laust pláss, pláss fyrir frumkvöðla til að móta hugmyndir og verkefni.

 

  1. september 2023 var hægt að hlusta á FKA fyrirlestur Höllu Tómasar um bókina Hugrekki sem fór í Borgarúni og á netinu.

 

  1. september þá hittumst við í matsalnum í Skógarböðunum. Framkvæmdastjórinn bauð okkur velkomnar og hélt erindi um reksturinn og velgengi Skógarbaðanna. Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir hélt fyrirlestur um að stofna fyrirtæki, framleiðslu, innkaup og fleira sem þarf til að skapa og þróa vörur. Hún hélt sýningu á kjólum, buxum og skyrtum sem hún hannar sjálf við frábærar undirtektir bæði okkar og annarra gesta.

 

  1. október hvöttum við konur til að mæta á Landsbyggðaráðstefnuna í Reykjanesbæ, „Í krafti kvenna“. Við sem mættum til að styrkja tengslanetið hittum frábærar og skemmtilegar konur. Fengum fyrirlestra frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar og konum sem höfðu frá mörgu að segja. Ógleymanleg ráðstefna og mikið í hana lagt, en hún var haldin í Hljómahöll.

 

  1. október var þeim sem vildu styrkja sig og efla boðið að taka þátt í mentorverkefni sem FKA Framtíð stóð fyrir. Vona ég að einhver hér hafi skráð sig í það.

 

  1. nóvember héldum við fund á Aurora veitingastaðnum á Berjaya Hótelinu. Dagskráin var skipuð öflugum konum sem eru í ólíkum rekstri hérna á Akureyri. Nýr formaður FKA Unnur Elva Arnardóttir kom á fundinn ásamt Andreu Róberts framkvæmdastjóra FKA. Unnur Elva er hér á heimaslóðum og sagði frá sinni vegferð í stjórnunarstöðu hjá Skeljungi.

 

  1. desember buðum við í jólarölt á Siglufirði. Þá var opið frameftir hjá verslunum og til að hitta félagskonur okkar sem eru staðsettar þar.

 

  1. janúar þá sendum við út fróðleiksmola um forystu og samskipti sem dr. Sigurður Ragnarsson hélt um að lifa og leiða með hjartanu. Dr. Sigurður er lektor við Háskólann á Akureyri og þjónustustjórnun hans sérsvið.

 

  1. janúar buðum við í morgunkaffi í Ketilkaffi frá 8.45 til 10.

 

  1. og 26. janúar vorum við með gönguskíðakennslu fyrir FKA konur í Hlíðarfjalli. Ásdís sá um það verkefni og fengum við frábæran skíðakennara báða dagana og gott veður en kalt.

 

  1. febrúar vorum við beðnar um að búa til viðburð vegna sýnileikadags FKA. Við gátum því miður ekki orðið við þeirri beiðni en báðum okkar konur um að taka þátt á netinu eða mæta í Arionbanka.

 

  1. apríl vorum við með konukvöld í Lindex á Glerártorgi. Það var vel tekið á móti okkur og stílistinn Olga Einarsdóttir hjálpaði okkur að velja fatnað og við fengum sögu um fyrirtækið. Veitingar og drykkir í boði Lindex.

 

  1. maí var landsbyggðaráðstefna FKA haldin á Egilsstöðum. Þemað var „Vörumerkið ég“ og voru konur á svæðinu að kynna sig og sín fyrirtæki. Við hvöttum okkar konur til að mæta og Ásdís mætti úr stjórninni.

 

  1. maí héldum við vorfagnað og þá var byrjað á danskennslu, síðan heimsóttum við Blush og fengum kynningu á vörum verslunarinnar. Að því loknu hittumst við á Rub þar sem boðið var upp á kvöldmat og drykk.

 

Takk fyrir samstarfið á síðasta starfsári.