Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi hf. opnaði nýtt starfsár hjá FKA Framtíð.

 

Þriðjudaginn 24. september var haldinn glæsilegur fyrsti viðburður starfsársins hjá FKA Framtíð sem er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og telur hátt í 600 félagskonur. Öll pláss fylltust fyrir viðburðinn og skemmtu konur sér konunglega. Eins og hefð er fyrir, voru félagskonur hvattar til að taka með sér vinkonu á þennan fyrsta viðburð til þess að kynna þeim fyrir starfi félagsins og efla tengslanetið.

 

Viðburðurinn var haldinn í höfuðstöðvum Festi að Dalvegi þar sem einstaklega vel var tekið á móti félagskonum með veglegum veitingum. Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festis, Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar og Eva Guðrún Torfadóttir framkvæmdastjóri Bakkans héldu uppbyggileg og hvetjandi erindi um þeirra vegferð og hvað drífur þær áfram í leik og starfi.

 

Þá kynnti Kristín Amy Dyer formaður FKA Framtíð einnig dagskrána í vetur sem inniheldur meðal annars mentorverkefnið, sem á hverju ári er met þátttaka í. Þema vetrarins er: ,,Þér eru allir segir færir” og eru megináherslur FKA Framtíð að styrkja og vera stuðningsnet sem og stökkpallur fyrir allar konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi. Allir viðburðir starfsársins  munu vinna með þema en stefnt er að fjölda skemmtilegra viðburða í vetur.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá þessum vellukkaða viðburði…

 

 

 

 

 

 

 

//

MYND af aðalfundi FKA Framtíð vor 2024 @Hekla Flókadóttir frá vinstri: Veronika Guls, Sjöfn Arna Karlsdóttir, Margrét Hannesdóttir, Kristín Amy Dyer, Inga Lára Jónsdóttir, Sandra Sif Stefánsdóttir og Magdalena Torfadóttir.

 

Kær kveðja!

Stjórn Framtíðar 2024-2025

Amy Dyer formaður og sér um fréttatilkynningar
Sjöfn Arna Karlsdóttir fjármálastýra
Veronika Guls markaðs- og samfélagsmiðlastýra
Margrét Hannesdóttir tæknistýra og verkefnastýra mentor verkefnis
Magdalena Torfadóttir ráðstefnu og viðburðastýra
Inga Lára Jónsdóttir verkefnastýra mentor verkefnis
Sandra Sif Stefánsdóttir samskiptastýra mentor verkefnis

 

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAFramtíð @Guðrún Aðalsteinsdóttir #Krónan @Eva Guðrún Torfadóttir @Ásta S. Fjeldsted @Amy Dyer Sjöfn Arna Karlsdóttir @Veronika Guls @Margrét Hannesdóttir @Magdalena Torfadóttir @Inga Lára Jónsdóttir @Sandra Sif Stefánsdóttir  @Karen Helenudótti