Búin að skrá þig? Þetta er lífið sem mig langar í! – Stefnumótunarfundur FKA í Íslandsbanka 3. október nk.

Gleðilegt stefnumótunarferli kæra félagskona!
Já, hvernig er lífið sem þig langar í? Hvernig er FKA-lífið sem okkur langar í?
Við erum félagið, eigum allar erindi og nú er kominn tími á að móta starfið og félagið okkar í takt við nýja tíma.
HVAÐ: Þetta er lífið sem mig langar í! // Stefnumótunarfundur FKA.
HVAR: Íslandsbanki Norðurturn // Hagasmári 3, 201 Kópavogur HÉR
HVENÆR: Fimmtudaginn 3. október 2024.
KLUKKAN: 16.30-19.30/20.00.
Skráning nauðsynleg raun og/eða raf HÉR
Léttar veitingar og biti.
Við hvetjum allar félagskonur að taka þátt í að móta stefnu í félaginu okkar.
Dagskrá:
16:30-16:45 Skráning og tengslamyndun // biti og kaffi.
16:45 Unnur Elva Arnardóttir býður konur velkomnar.
16:48-17:00 Una Steins framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.
17:00-19:10 Stefnumótun og gildavinna með Ragnheiði Aradóttur, PCC Stjórnendamarkþjálfa og ráðgjafa og eiganda PROcoaching og PROtraining.
19:10-19:20 Samantekt og hvatning frá Ragnheiði Aradóttur.
19:20 – 20:00 Tengslamyndun og veitingar.
Ný heimsmynd.
Skráning er nauðsynleg á viðburðinn og mikilvægt að merkja við hvort þú verðir á staðnum eða á netinu. Ein kona var á fjarfundi á stefnumótunardeginum okkar haustið 2019 en hlutfallið pottþétt annað næst þar sem nú er viðtekið og aðgengilegt að vera virkur þátttakandi á fundum sem eru rafrænir.
Af hverju stefnumótunardagur?
Það er komið að því að endurtaka stefnumótunardag sem haldinn var hjá Íslandsbanka haustið 2019. Stjórn þess tíma var heldur betur í stuði með aðgerðarlistana á lofti eftir daginn en fljótlega skall á heimsfaraldur. Þið munið hvernig þróunin varð – snertismit, metrarnir, hópsmit, hólf, ótti og óvissa tók við þannig að áætlanir félagsins um að vinna með niðurstöður fundarins fór í skrúfuna.
Nokkru síðar leiddu Elfur Logadóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir félagskona stefnumótunarvinnu og Stefnumótunarhópur FKA 2022-23 var myndaður til að halda púlsinum uppi í verkefninu. Eru þeim sem tekið hafa þátt færðar bestu þakkir fyrir.
MYND // Una og Ragnheiður.
Nú er komið að okkur öllum að safna okkur saman og vera með stefnumótunardag 3. október næstkomandi. Leggjum grunninn að starfinu fyrir komandi misseri, drögum fram áherslur og hugmyndir.
Við hvetjum allar félagskonur að taka þátt í að móta félagið okkar, huga vel að þeirri orku sem þið komið með í rýmið og hafa uppbyggilega rýni  – við erum samherjar.
Ragnheiður Aradóttir, PCC Stjórnendamarkþjálfi og ráðgjafi eigandi PROcoaching og PROtraining stýrir fundinum og Una Steins framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka ætlar að vera erindi.
Við hvetjum allar félagskonur að taka þátt í að móta félagið okkar. Mikilvægt er að við látum til okkar taka þegar kemur að því að móta stefnu og sameinast um leiðarstef á spennandi tímum.
Hlökkum til að sjá þig!
Kær kveðja frá stjórn FKA 2024-2025