„Toppaði sjálfa mig og Ísland í leiðinni,“ segir Ragnheiður Aradóttir varaformaður FKA sem dró upp fána FKA á hæsta tindi landsins nýverið.
Hvannadalshnúkur er hæsti tindur landsins, vinsæl áskorun og vinsæl ferð hjá einstaklingum sem eru komnir af stað í göngu- og fjallaferðum. Samkvæmt nýjustu mælingu er hæð Hvannadalshnúks 2.109,6 metrar yfir sjávarmáli.
Tindurinn er staðsettur innan Vatnajökulsþjóðgarðs og býður upp á einstakt útsýni í allar áttir.
Dóttir Ragnheiðar, Rakel Jónsdóttir var með í för og stoltar voru þær mæðgur – enda búnar að toppa sig!
Félagskonur sem vilja ,,Toppa tinda” með FKA fána geta fengið fána lánaðan á skrifstofu félagsins í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35.
Vel gert!
