Fast 50 & Rising Star

RisingStar_sigurvegarar_med_domnefnd-og-SigurdiGuide to Iceland efst á Fast 50 lista
Deloitte með rúmlega 30 þúsund% veltuaukningu

Listinn var kunngerður á uppskeruhátíð í gær

 Fyrirtækið Guide to Iceland ehf. varð
efst á Fast 50 lista Deloitte sem kynntur var á viðburði í gær, sem gengur
undir heitinu uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans, en meginþáttur Fast 50 er að
kortleggja þau tæknifyrirtæki sem vaxa hraðast með tilliti til veltuaukningar á
hverju fjögurra ára tímabili.  Með Guide to Iceland voru á Fast 50
listanum þetta árið 15 önnur tæknifyrirtæki í fjölbreyttum atvinnugreinum og
var meðaltalsvöxtur þeirra allra 2.149%.

Fast50_RisingStar-32Fast 50 listinn er alþjóðlegt verkefni sem
miðar að því að skapa íslenskum tæknifyrirtækjum vettvang til að vekja athygli
fjárfesta og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um heiminn á vexti og
vaxtarmöguleikum sínum. Öll félögin á listanum eru jafnframt gjaldgeng á EMEA
Fast 500 listann, sem er listi Deloitte yfir þau 500 tæknifyrirtæki í Evrópu,
Mið-Austurlöndum og Afríku, sem eru að vaxa hvað hraðast. Listinn í ár verður
kunngerður 7. desember næstkomandi í París.

Xiaochen Tian, framkvæmdastjóri Guide to
Iceland segir það vera mikinn heiður að vera fulltrúi Íslands í þátttöku
Deloitte Fast 500 í París og það sanni, enn á ný, að það er ekki stærðin sem
skiptir máli, heldur gæðin og sú mikla vinna sem starfsfólk hefur lagt á sig. „Guide to Iceland er ennþá ungt fyrirtæki
en tölurnar tala sínu máli og við höfum sannað vöxt okkar. Við leytumst ávallt
við að setja markið hærra og vaxa enn frekar. Við höfum trú á okkur því að við
stefnum ótrauð á frekari vöxt og ekkert mun stöðva okkur,“ segir Xiaochen.

GuideToIcelandGuide to Iceland verður í tilefni af þessu boðið á Slush ráðstefnuna í
Helsinki, sem fer fram dagana 30. nóvember til 1. desember.

„Þetta er enn og aftur
glæsilegur hópur fyrirtækja sem tekur þátt í Fast 50 og vonandi ná sem flest
þeirra inn á EMEA Fast 500 listann og fá þá verðskuldaða athygli alþjóðlegra
fjárfesta og sjóða. Við gerum ráð fyrir að Guide to Iceland raði sér þar
ofarlega miðað við þennan stórglæsilega vöxt undanfarin ár. Alþjóðlegur listi
eins og Deloitte EMEA Fast 500 fær mikla umfjöllun víðs vegar um heiminn og
opnar á tækifæri þvert á landamæri. Það að íslenskt fyrirtæki skuli sýna svona
hraðan vöxt á ekki lengra tímabili tel ég að eigi sér engin fordæmi hér á landi
og eflaust langt í að við sjáum aftur viðlíka vöxt hér á landi,“
segir
Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte.

PlatomeAuk Fast 50 listans kynntu fimm svokölluð
Rising Star fyrirtæki hugvit sitt á viðburðinum, en það voru Platome líftækni,
SidekickHealth, Activity Stream, DTE og Kara Connect. Sérstök dómnefnd
sérfræðinga valdi fyrirtækin DTE og
Platome líftækni
sem sigurvegara þetta árið.

Samkvæmt Söndru Mjöll Jónsdóttur-Buch, framkvæmdastjóra
og meðstofnanda Platome er viðurkenningin vissulega mikil hvatning og styrkir
þau í þeirri trú að Platome sé á réttri braut. 

DTE_winnerKarl Ágúst Matthíasson, meðstofnandi og
framkvæmdastjóri DTE tekur í sama streng. „Við hjá DTE erum mjög stoltir af því að vera sigurvegarar Rising Star.
Þetta er heilmikil viðurkenning fyrir það sem við höfum verið að gera og hvetur
okkur áfram í átt að okkar markmiðum.“

Fara Platome og DTE með Guide to Iceland á Slush ráðstefnuna í Helsinki, í samfloti með
sendinefnd Icelandic Startups.

Samstarfsaðilar Rising Star og Fast 50 eru Samtök
iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Félag kvenna í atvinnulífinu.

Sjá myndir