Félagskonan Ragna S. Óskarsdóttir framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Íslensks dúns á forsíðu Húsfreyjunnar.

Ragna S. Óskarsdóttir framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Íslensks dúns ehf sem staðsett er á Borgarfirði eystra er á forsíðu Jólablaði Húsfreyjunnar sem er komið út og ætti að hafa borist áskrifendum. Hún er í viðtali og segir frá sjálfri sér, æðardúninum og sögu fyrirtækisins.

Ragna er í varastjórn AFKA 2022-2023.

Jólablað Húsfreyjunnar heimasíða HÉR

Æðardúnninn íslenskari  en sauðkindin?

Það var á viðburði Atvinnurekendadeildar FKA, AFKA sem félagkonur FKA fengu að kynnast Rögnu og fyrirtæki hennar og þar kom margt forvitnilegt fram. „Um það bil 75% af öllum æðardúni í heiminum verður til á Íslandi eða um 3000 kíló á ári að meðaltali,“ kom fram hjá Rögnu S. Óskarsdóttur hjá Íslensk- um dún þegar konur kynntu framleiðslufyrirtæki sín á glæsilegum viðburði Atvinnurekendadeildar FKA á Grand. „Æðardúnninn er ein dýrmætasta útflutningsvara landsins. Þetta merkilega samband bónda og æðarfugls hefur staðið yfir frá því að land byggðist og má því segja að æðardúnninn sé nánast íslenskari en sauðkindin. Íslenski æðardúnninn er ótrúlega heillandi, hann er eini dúnninn sem nýttur er sem verður til þannig að æðarkollan fellir hann sjálf af sér í hreiður sitt og því er hann algjörlega sjálfbær. Allur annar dúnn sem nýttur er í heiminum er reittur af fuglinum,“ sagði Ragna á þeirri kynningu.

@Sigríður Ingvarsdóttir @Ragna S. Óskarsdóttir #Íslenskur dúnn #AtvinnurekendadeildFKA #AFKA #FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet