Félagskonur FKA um land allt sköpunarkraftar á sínum sviðum.

Sérstakir tímar kalla á sérstakar nálganir og ómetanlegt er að finna hvernig félagskonur FKA hafa lagt lykkju á leið sína til að miðla og styðja hvora aðra í heimsfaraldri og samkomubanni. Við höfum þurft að finna aðrar leiðir til að efla tengslin, fræðast, funda, sýna kærleika, samhug, mildi, samhygð og samstöðu.

Það er ekkert nýtt að félagskonur leggi á sig óeigingjarna vinnu í þágu félagsins með ýmsum hætti. Gott dæmi um það er „Áfram og upp“ sem er streymisröð á síðu félagskvenna FKA á Facebook þar sem félagskonur fá rafræna fræðslu frá öðrum félagskonum á „Félagskonur FKA – Lokuð síða“.

Þakklæti er ofarlega í huga þegar hugsað er til kvenna sem hafa lagt félaginu lið í fortíð og nútíð. Við nýjar félagskonur FKA sem eru að fjárfesta í sér með félagaaðild segjum við: „Verið velkomnar!“

Það er kraftur sem konum fylgir, sterkari erum við saman! Ólíkar en jafn góðar!

#fka / #tengslanet / #sýnileiki / #hreyfiafl