FKA Fjalladrottningar // Helgafell í Hafnarfirði sunnudaginn 3. október nk.

FKA Fjalladrottningar reima á sig gönguskóna fyrsta sunnudag í mánuði.

Elísabet Tanía Smáradóttir leiðir hópinn á sunnudaginn.

Gangan: Helgafell, Hafnarfirði – Nánar HÉR

Skráning í göngur FKA Fjalladrottninga er á lokaðri síðu FKA Fjalladrottninga HÉR

Við hittumst á bílastæði Helgafelli klukkan 10.

Farið verður í kaffi til Málfríðar G. Blöndal FKA-konu á Norðurbakka í Hafnarfirði eftir gönguna.

Takið dagana frá á nýju ári – forgangsröðum okkur!

FKA Fjalladrottningar.

FKA-Fjalladrottningar er hópur fyrir reyndar göngukonur, minna reyndar og óreyndar fjalladrottningar í FKA. Þetta er liður í því að eiga samtal, hittast, næra andann og kroppinn. Mætum allar á eigin ábyrgð og gefum engan afslátt af sóttvörnum.

Bjóðum vinkonu með!

Konur eru á eigin ábyrgð, koma sér sjálfar á staðinn, mæta með búnað og í skóm við hæfi. Konur eru beðnar um að klæða sig eftir veðri, huga að persónulegum sóttvörnum og sóttvarnarreglum og gott er að kippa með vatnsbrúsa og orkustykki, léttum bita eftir þörfum.

Ef flensueinkenni gera vart við sig biðjum ykkur að vera heima og mæta ferskar síðar.

Framboðið er mikið í FKA þar sem ólíkar konur um landið allt finna eitthvað við hæfi. Það eina sem við verðum að vara konur við er að þær geta aldrei tekið þátt í öllu.

Gangi ykkur öllum vel!

Maríanna, Edda og Elísabet.

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAFjalladrottningar #FKAkonur @Edda Rún Ragnarsdóttir @Maríanna Magnúsdóttir @Elísabet Tanía Smáradóttir