FKA fjölmiðlaþjálfun 2021 / Hagnýtt viðmælendanámskeið fyrir sérfræðinga / allar konur gjaldgengar.

FKA og RÚV halda áfram að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum og bæta um leið aðgang fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu á ýmsum sviðum.

Hagnýt fjölmiðlaþjálfun fyrir konur fer fram í húsakynnum RÚV í Efstaleiti 4. febrúar 2021.

Þátttakendur fá leiðsögn reynds fjölmiðlafólks.

Hagnýt fjölmiðlaþjálfun fyrir konur er samstarfsverkefni FKA og RÚV með aðkomu Andrésar Jónssonar almannatengils og Þórhalls Gunnarssonar fjölmiðlamanns. Þátttakendur fá leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi.

Umsækjendur skuldbinda sig til að taka þátt í öllu verkefninu.

Fjölmiðlaþjálfunin fer fram í húsakynnum RÚV í Efstaleiti Reykjavík fimmtudaginn 4. febrúar 2021 frá klukkan 12.00 til 24.00. Umsækjendur skuldbinda sig til að taka þátt í öllu verkefninu, annars telst umsóknin ógild. Þátttakendur bera engan kostnað annan en af ferðalögum til að komast til og frá námskeiði og sameiginlegan kvöldverð á veitingastað.

Engar inntökukröfur eru í verkefnið og eru allar konur gjaldgengar.

Engar inntökukröfur eru í verkefnið og eru allar konur gjaldgengar til að sækja um. Viðhengi með ferilskrá verður að fylgja með umsókn, kynningarbréf þar sem umsækjandi segir frá sjálfri sér og sinni reynslu. Einnig þarf að fylgja rökstuðningur fyrir því að umsækjandi verði valinn til þátttöku í verkefninu.

Sérstök valnefnd fer yfir umsóknir.

Það er ekki skilyrði að umsækjendur séu félagskonur í FKA en allar þurfa þær að skuldbinda sig til að deila reynslu sinni með konum í Félagi kvenna í atvinnulífinu meðal annars á Sýnileikadegi FKA sem haldinn er árið 2021. Sérstök valnefnd fer yfir umsóknir og kemur til með að velja 10-12 umsækjendur á grundvelli rökstuðnings í umsókn fyrir mikilvægi þess að viðkomandi verði valinn til þátttöku.

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2021.

Gera má ráð fyrir að tilkynning um þátttakendur verði send út 25. janúar 2021. Við hvetjum umsækjendur til að halda 4. febrúar 2021 lausum í dagatalinu þar til að tilkynnt hefur verið um niðurstöður valnefndar.

NÁNAR UM VERKEFNIÐ OG UMSÓKN HÉR