Gleðilegt ár! Þétt dagskrá framundan..

Þriðjudaginn 7. janúar – Facebook Kick Off

Nú setjum við okkur í gírinn og veltum því fyrir okkur hvað
við viljum sjá að árið 2014 gefi okkur!  Því hefjum við leik með “KICK-START” FUNDUR Í BEINNI 7.JANÚAR 2014. Þú nálgast gögnin á netinu og situr hvar sem hentar til að taka þátt í þessum kröftuga fundi með Rúnu Magnúsdóttur Markþjálfa.  SMELLTU HÉR FYRIR KICK START FUND. 

**

Fimmtudaginn 9. janúar – FKA Suðurland


FKA Suðurland hittist reglulega. Og það er komið að því á nýju ári. 
Hittumst fimmtudaginn 9. janúar kl  19:30. Áhugasamar mæta í Eldhúsið hjá Katharínu að Tryggvagötu 40. 

**

Miðvikudaginn 15. janúar – fjölmiðlaframkoma (ath breytt dagsetning)

Hagnýtur fundur til að efla sjálfan sig fyrir framkomu í fjölmiðlum. Taktu daginn frá. Fyrirlesarar með reynslu koma fram og gefa góð ráð. Má segja að fjölmiðlafundarröð og þjálfun sé nú í boði hjá FKA í tengslum við fjölmiðlaverkefnið sem við ýttum úr vör á síðasta ári. 
SMELLTU HÉR til að lesa um verkefnið og fyrsta fundinn. 

Hér eru svo fjölmargir viðburðir til viðbótar sem þið ættuð að kíkja á og skrá hjá ykkur:  SMELLTU HÉR fyrir viðburði fram að sumri 2014. 

**

Minnum að lokum á FKA hátíðina í lok mánaðarins: 
Hin árlega FKA viðurkenningarhátíð fer fram í Hörpu 30. janúar kl. 16:30-18:00. Makar velkomnir með í athöfnina. Skráning mikilvæg svo við getum áætlað fyrir veitingamagn. 

Taktu daginn … og kvöldið einnig! Að hátíð lokinni ætlum við nefnilega að færa okkur upp á veitingastaðinn Kolabrautina, sem er staðsettur í Hörpu. Staðurinn er eingöngu ætlaður FKA konum þetta kvöld og því hvetjum við ykkur til að fjölmenna.