Golfnefnd FKA sló í gegn hjá reynslumiklum golfurum í FKA sem og nýliðum í sportinu.

Golfnefnd FKA sló í gegn á Ítalíu hjá reynslumiklum golfurum í FKA sem og nýliðum í sportinu.

Lúxus golfferð FKA var opin öllum FKA konum.  

„Á einum fegursta stað á Ítalíu, við Gardavatn, er Chervo Golf Hotel Resort sem er einstök paradís fyrir golfáhugafólk,“ segir Ragnheiður Friðriksdóttir farastjóri ferðarinnar. Völlurinn er 27 holu keppnisvöllur og síðan 9 holu völlur ásamt glæsilegri æfingaraðstöðu. 

Það hefur verið mikið ánægjuefni að fylgjast með Golfnefnd FKA skipuleggja golfferðina með reyndum golfkonum að vanda og fylgjast með nýju fyrirkomulagi slá í gegn. Nýliðum í sportinu var boðið með í fjörið og það verður ekki aftur snúið.  

Frábært frumkvæði Helgu Bjargar formanns Golfnefndarinnar. 

Á þennan dásamlega stað hélt hópur félagskvenna og nutu alls þess sem svæðið hefur uppá að bjóða í afþreyingu í einkar fallegu umhverfi. Þar má finna tennisvöll, inni og úti sundlaugar og heilsulind svo eitthvað sé nefnt.   

Sú nýbreytni og frábæra frumkvæði Helgu Bjargar, formanns nefndarinnar (Helga Björg Steinþórsdóttir), að bjóða félagskonur sem eru byrjendur án forgjafar velkomnar í ferðina í ár sló heldur betur í gegn. Fylltist fljótt í hópinn sem fór í golfskóla þar sem Karen Sævarsdóttir, LPGA golfkennari og félagi í FKA sá um kennsluna. Konur gátu verið í kennslu hjá henni í vetur og hitað upp. Eins voru vikulegir ,,hittingar” hjá Ernu í golfhermi í Golfsvítunni.  

Hóparnir sameinuðust svo á kvöldin í mat og drykk og nutu sín í þessari frábæru ferð. 

Nánar um Raggý farastjóra hér Heillandi heimur.   

Félagskonur voru í skýjunum innan og utan vallar og meðfylgjandi myndir úr ferðinni segja meira en þúsund orð. 

FKA þakkar Golfnefnd 2021-2022 fyrir frábært starfsár og þvílíka orkubombu inn í golfsumarið sem tekið verður með trompi.

Golfnefnd 2021-22 Helga Björg Steinþórsdóttir – Formaður Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir Bryndís Emilsdóttir Erla Ósk Pétursdóttir Heiður Björk Friðbjörnsdóttir Ólöf Guðmundsdóttir Ragnheiður Friðriksdóttir

Golfnefnd 2022-2023 tekur fagnandi á móti sumri og hækkandi sól.

„Ég er ótrúlega glöð að hafa stokkið í djúpu laugina og drifið mig með ykkur …“ og önnur gullkorn sem hafa borist eftir ferðina gefur góða orku inní framhaldið og næsta starfsár. Gleðilegt FKA golfsumar og fylgist náið með auglýsingu um dagskrá innan og utan vallar – ný Golfnefnd er strax farin að plana … 

FKA Golfdrottningar á Facebook

Takk fyrir samveruna – kær kveðja frá Golfnefnd FKA 2021-2022

Helga Björg Steinþórsdóttir – Formaður // Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir // Bryndís Emilsdóttir // Erla Ósk Pétursdóttir // Heiður Björk Friðbjörnsdóttir // Ólöf Guðmundsdóttir // Ragnheiður Friðriksdóttir

@Helga Björg Steinþórsdóttir @Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir @Bryndís Emilsdóttir @Erla Ósk Pétursdóttir @Heiður Björk Friðbjörnsdóttir @Ólöf Guðmundsdóttir @Ragnheiður Friðriksdóttir #hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur #Heillandi heimur @Karen Sævarsdóttir #Golfsvítan @Erna Arnardóttir