Hlutfall kvenna í stjórnum stórra fyrirtæka stendur í stað milli ára

Eftir mikla fjölgun undanfarin ár stendur hlutfall kvenna í stjórnum stærri fyrirtækja nú nánast í stað milli ára. Árið 2015 voru konur 32,8% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri, en voru 33,2% árið 2014. Til samanburðar var hlutfall þeirra í stjórnum stórra fyrirtækja 12,7% árið 2007 og 9,5% árið 1999. Árið 2010 voru samþykkt lög um að hlutfall hvors kyns skyldi vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn, og tóku þau að fullu gildi í september 2013. Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn hækkaði lítillega milli ára, eða úr 25,1% í 25,6%.

Sjá alla fréttina á vef Hagstofunnar