Húsfyllir á stofnfundi ungra athafnakvenna

Stofnfundur Ungra athafnakvenna (UAK) var haldinn í gær 30. september í höfuðstöðvum KPMG á Íslandi en það er einn af styrktaraðilum nefndarinnar auk Íslandsbanka og Advania. 

Ungar athafnakonur (UAK) er undirnefnd FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu) sem hefur störf í haust 2014. UAK er nefnd fyrir ungar konur með metnað fyrir starfsframa sínum og hefur það að markmiði að hvetja ungar konur til þess að stíga fram, skapa vettvang þar sem þær fá tækifæri til að læra hver af annarri, mynda tengslanet og skiptast á hugmyndum. 

UAK er öllum konum opinn sem eru í námi eða nýlega komnar út á vinnumarkaðinn og er viðmiðunaraldurinn þrjátíu ára og yngri.  Frekari lýsingu á nefndinni má nálgast hér. 

Hér má sjá myndir frá stofnfundinum og frétt Nútímans um málið – SMELLTU HÉR

Á myndinni er stjórn Ungra athafnakvenna (UAK)
Upplýsingar um stjórn UAK má nálgast hér – SMELLTU HÉR.