Konur 21% framkvæmdastjóra fyrirtækja í dag – mjakast á hraða snigilsins.

Gögn frá Creditinfo, GemmaQ, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu sem Deloitte tók saman og útkoman áhugavert og afar gagnlegt verkfæri.

Tölur tala og í nýju mælaborði sem frumsýnt var á ráðstefnu Jafnvægisvogar kemur fram að forskotið er mikið fram yfir konur, þrátt fyrir mannkosti þeirra og hátt menntunarstig er bakslag og stöðnun þekkt stef og mikilvægt að jafna hlut kynja að nýta sér jafnréttið.

Guðrún Ólafsdóttir, sviðsstjóri upplýsingatækniráðgjafar og meðeigandi hjá Deloitte á Vísi HÉR

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar og viðurkenningarathöfn fór fram 12. október 2023 og þar var kynnt mælaborð sem varpar ljósi á stöðuna í jafnréttismálum í atvinnulífinu í dag. Guðrún Ólafsdóttir, sviðsstjóri upplýsingatækniráðgjafar og meðeigandi hjá Deloitte kynnti mælaborðið og við hvetjum öll til að kynna ykkur verkfærið.

Mælaborðið er byggt á gögnum frá Creditinfo, Freyju Vilborgu Þórarinsdóttur í GemmaQ, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu sem Deloitte tók saman og útkoman þetta áhugaverða verfæri sem fólk er hvatt til að kynna sér.

Skýrsla ,,Staða kynjanna í íslensku atvinnulífi” HÉR

Áhugaverð erindi voru á ráðstefnunni og mælaborð kynnt sem varpar ljósi á stöðuna jafnréttismálum í atvinnulífinu í dag. Jafnvægisvog FKA er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA. Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.

Dagskrá 2023 var spennandi og upptöku af ráðstefnu má nálgast HÉR

HÉR má heyra viðtal Hrafnhildar Halldórsdóttur við Guðrúnu í Síðdegisútvarpinu.

Dagskrá ráðstefnu 2023

Ávarp – Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

,,Hvernig laða fyrirtæki til sín hæfasta starfsfólkið?” – Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

,,Við töpum öll á einsleitninni” – Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við HÍ og formaður Jafnvægisvogarinnar.

,,Gagnsæi með gögnum” – Guðrún Ólafsdóttir, sviðsstjóri upplýsingatækniráðgjafar og meðeigandi hjá Deloitte.

Ávarp – Eliza Reid, forsetafrú.

Viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar.  

Kynnir: Magnús Geir Þórðarson 

Nánar um Jafnvægisvog FKA – Hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu HÉR

Við töpum öll á einsleitninni – jafnrétti er ákvörðun!

Ásta Dís Óladóttir #FKAkonur #FKA #Jafnvægisvog #Hreyfiafl #Creditinfo #Deloitte #Pipar\TBWA #RÚV #SFS #Sjóvá Andrea Róberts Andri Thor Gudmundsson Eliza Reid @Guðrún Ólafsdóttir Katrín Jakobsdóttir Magnús Geir Þórðarson Bryndís Reynisdóttir @Freyja Vilborg Þórarinsdóttir @GemmaQ

Glæsilegar myndir frá ráðstefnunni má finna HÉR – og þau sem ætla að deila myndum þá minnum við ykkur á að merkja þær @Silla Páls