Kristín Snorradóttir teymisstjóri Bjarmahlíðar um töfra tengslanetsins í FKA.

Kristín Snorradóttir teymisstjóri Bjarmahlíðar um töfra tengslanetsins.

 

Ný heimasíða Bjarmahlíðar orðin að veruleika.

Ný heimasíða Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis er orðin að veruleika eftir að Kristín Snorradóttir teymisstjóri Bjarmahlíðar lét það berast innan FKA að hún væri að fara í að gera nýja heimasíðu og óskaði eftir stuðningi og leiðsögn í þeim málum. Viðbrögðin létu ekki standa og Harpa Magnúsdóttir eigandi Hoobla, Vigdís Guðmundsdóttir vefhönnuður og markaðssérfræðingur og Elfur Logadóttir hjá fyrirtækinu ERA lausnir ehf. sem er ráðgjafarfyrirtæki á sviði tækniréttar komu að borðinu.

 

„ … fyrst að nefna FKA félag kvenna í atvinnulífinu en fyrir tilstilli þessa félags sem Kristín Snorradóttir teymisstjóri Bjarmahlíðar er aðili að fór boltinn að rúlla,“ segir í tilkynningu. Kristín er stjórnarkona í FKA Norðurlandi og við óskum henni og öllum hlutaðeigandi til hamingju með nýja heimasíðu og alls góðs.

 

MYND // Kristín Snorradóttir teymisstjóri Bjarmahlíðar er stjórnarkona í FKA Norðurlandi.

 

Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis. Bjarmahlíð hefur bætt við þjónustu sína við notendur og allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni HÉR.

Tilkynningu frá Bjarmahlíð í frétt HÉR

 

@Kristín Snorradóttir #Bjarmahlíð @Harpa Magnúsdóttir #Hoobla @Vigdís Guðmundsdóttir @Elfur Logadóttir #ERAlausnirehf. #Vikublaðið