Takk Sigríður Hrund fyrir fagurt handverk!
Sigríður Hrund Pétursdóttir fráfarandi formaður FKA gaf FKA að kveðjugjöf formannskefli sem er eign félagskvenna.

Ljóst linditré frá Austur Evrópu, hvíteik frá N-Ameríku, tekk frá Suður Asíu og Mahóní frá Suður Ameríku í formannskefli FKA.
Keflið var rennt af Snædísi Traustadóttur smið sem er að læra fornhúsasmíði í Noregi, en Snædís vinnur með föður sínum Trausta Sigurðssyni.

Í undirstöðunum undir keflið sjálft er íslenskt gullregn úr Hafnarfirði – systurtréð var í Hellisgerði. Snædís felldi tréð sjálf. Gullregnið mun taka út þroska og dökkna með árunum – eins og konur gera.
Í keflinu sjálfu sem er voldugt, kröftugt og sterklega byggt en mjúklega rennt er íslensk valbjörk af Snæfellsnesi. Snædís felldi einnig það tré.
Í miðju keflisins er fjórföld flétta sem táknar fjölbreytni. Í fléttunni er ljóst linditré frá Austur Evrópu, hvíteik frá N-Ameríku, tekk frá Suður Asíu og Mahóní frá Suður Ameríku. @snaedistraustadottir

Keflið er tákn fyrir þjónandi hlutverk félagskvenna þar sem þær taka spretti fyrir hver aðra. Með því að rétta keflið sín á milli miðla konur þekkingu og reynslu.
Keflið er þykkt, marglaga, fjölbreytt og afburðafagurt.
Að ósk Sigríðar Hrundar skal keflið ganga formanna á milli þar til hlutverkið eða félagið er lagt niður og mun keflið þá rata aftur í hennar hendur.


@Snædís Traustadóttir #FKA #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAkonur