Margrét Sanders kjörin formaður Samtaka verslunar og þjónustu

Á aðalfundi SVÞ sem haldinn var fimmtudaginn 20. mars var Margrét Sanders, Deloitte ehf. kjörin formaður SVÞ. Tók hún við af Margréti Kristmannsdóttur, Pfaff ehf. sem sinnt hefur formennsku fyrir samtökin sl. fimm ár.

Við sendum Margrét Sanders innilegar hamingjuóskir um leið og við þökkum Margréti Kristmansdóttur frábært starf í þágu verslunar og ekki síður kvenna í atvinnulífinu.

Meðstjórnendur sem voru endurkjörnir, voru: Guðrún Jóhannesdóttir, Kokka ehf., Margrét G. Flóvenz, KPMG ehf. og Hörður Gunnarsson, Olíudreifing ehf. Nýir stjórnarmenn voru kjörnir: Ari Edwald, 365 miðlar ehf., Árni Stefánsson, Húsasmiðjan ehf. og Eysteinn Helgason, Kaupás ehf. Þrír stjórnarmenn viku úr stjórn eftir fimm ára stjórnarsetu: Finnur Árnason, varaformaður, Hagar ehf., Guðmundur Halldór Jónsson, Byko ehf. og Sigríður Margrét Oddsdóttir, Já upplýsingaveitur ehf.

Á fundinum voru samþykktar tillögur til breytinga á samþykktum samtakanna er lúta að hámarks stjórnarsetu. Mega stjórnarmenn nú sitja samfellt í stjórn að hámarki sex ár í stað fimm áður.