MYNDASYRPA // „Taktu stjórn!“ – vinnustofa hjá Dale Carnegie fyrir félagskonur í boði Fræðslunefndar FKA.

„Taktu stjórn!“ – vinnustofa hjá Dale Carnegie fyrir allar félagskonur var í boði Fræðslunefndar FKA.

Efnistökin byggðu á nýrri bók frá Dale Carnegie sem heitir Take Command. Takk kæra Unnur Magnúsdóttir félagskona FKA fyrir móttökurnar!

Unnur er einn eigandi Dale Carnegie og tók á móti á móti okkur ásamt þeim Rebekku Rún Jóhannesdóttur og Pálu Þórisdóttur.

Myndasyrpa HÉR @Andrea Róbertsdóttir

„Dale drottningin!“

2500 alþjóðlegir Dale þjálfarar sameinast reglulega á ráðstefnu og Rebekka Rún Jóhannesdóttir hefur tvisvar sinnum fengið alþjóðlega viðurkenningu hjá Dale fyrir gæði í þjálfun. Hún er fékk viðurkenningu í fyrra og nú í ár og tók á móti og fræddi félagskonur FKA.

„Vinnustofan gagnast fólki í bæði leik og starfi en hún skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta lærum við aðferðir til að vinna undir álagi, auka sjálfstraust og hugrekki og fást við breytingar. Í öðrum hluta skoðum við aðferðir við tengslamyndun og styrkja sambönd við þau sem skipta okkur máli. Lærum aðferðir til að vinna með ólíku fólki og einstaklingum sem okkur þykir erfitt í samskiptum. Loka kaflinn hjálpar okkur að skilgreina gildin okkar, tilgang og að skapa okkur framtíðarsýn. Námskeiðið hvetur þig til að elta draumana þína og lifa lífinu af ásetningi,” segir Unnur
Léttar veitingar, happadrætti og notaleg samvera. 
Unnur Magnúsdóttir félagskona FKA, einn eigandi Dale Carnegie, tók á móti okkur ásamt þeim Rebekku Rún Jóhannesdóttur og Pálu Þórisdóttur. Efnistökin byggðu á nýrri bók frá Dale Carnegie sem heitir Take Command
– Myndbönd HÉR og heiðmasíða Dale Carnegie HÉR
Kær kveðja!

 

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet @daleisland @UnnurMagnúsdóttir #FræðslunefndFKA