Nýliðamóttaka hjá Hagvangi 23. október nk. – fyrir nýjar félagskonur en einnig þær sem ætla að verða virkari í FKA … aftur.

Leið inn í öflugt félagsstarf og tengslanet FKA!
Ert þú ný í FKA? Kannski enn að fóta þig? …eða ert mögulega félagskona sem hefur ekki átt þess kost að mæta á nýliðakynningar fram til þessa?

Fræðslunefnd FKA býður þér á nýliðakynningu

hjá Hagvangi 23. október 2024.

Nýliðamóttaka FKA er haldin fyrir allar nýjar félagskonur og einnig þær sem hafa verið í félaginu í einhvern tíma en ennþá ekki tekið virkan þátt í félagsstarfinu.

HVAÐ: Nýliðamóttaka FKA miðvikudaginn 23. október 2024.

HVAR: Hagvangur (jarðhæð, gengið inn og bílastæði aftan/vestan við húsið) Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík HÉR – 

KLUKKAN: 17.15-19.00

Fjölmargar nefndir, deildir og ráð eru starfandi innan FKA um land allt og það er Fræðslunefnd FKA stendur fyrir nýliðamóttöku á hverju starfsári.
Léttar veitingar og óvæntur glaðningur.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Kær kveðja Fræðslunefnd FKA 2024-2025

Geirlaug Jóhannsdóttir
Hafdís Perla Hafsteinsdóttir
Steingerður Hreinsdóttir
Sigrún Elísabeth Arnardóttir
Anna Bjarney Sigurðardóttir
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir