Nýsköpun í úthverfinu – FKA tekur á móti GAIA samstarfsneti kvenna í Finnlandi

Nýsköpun í úthverfinu – FKA tekur á móti GAIA samstarfsneti kvenna í Finnlandi

Félag kvenna í atvinnulífinu (www.fka.is) tekur á móti GAIA-samstarfsneti kvenna í Finnlandi í Fab Lab Reykjavík og Gamla Kaffihúsinu í Breiðholti, fimmtudaginn 24. september.  GAIA samstarfsnetið er að mörgu leiti líkt FKA en hópurinn er hér í kynnisferð og mun m.a. heimsækja  Hörpuna og Nasdaq á Íslandi. 

Móttakan hefst með kynningu á FabLab hugmyndafræðinni og Innoent nýsköpunarkennslu fyrir ungt fólk.  Eftir kynningar í FabLAb  mun hópurinn halda yfir í Gamla Kaffihúsið þar sem bæði FKA og GAIA konur munu kynna fyrirtækin sín og þiggja góðar veitingar.