OPINN VIÐBURÐUR – HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR!

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA verður á Hótel Reykjavík Grand þann 26. janúar 2023.

FKA Viðurkenningarhátíðin er opinn viðburður og gjaldfrjáls en mikilvægt að öll sem ætla að fagna með okkur merkið við „MÆTI“ hér á viðburðarstiku HÉR

Mikið líf og fjör eftir að opnað var fyrir tilnefningar og áhersla á sem breiðastan bakgrunn er kemur að dómnefnd. Árni Sigfússon, Chanel Björk, Guðrún, Kathryn Gunnarsson, Logi Pedro, Magnús Harðarson og Margrét Guðmundsdóttir í dómnefnd að þessu sinni – nánar um dómnefnd hér fyrir neðan og HÉR í frétt.

Veittar viðurkenningar til þriggja kvenna á Viðurkenningarhátíð FKA.Þrjár konur eru heiðraðar á árlegri Viðurkenningarhátíð FKA á Hótel Reykjavík Grand þann 26. janúar nk. kl. 17.

Dómnefnd skipuð sjö aðilum hefur legið undir feldi og farið yfir fjölmargar tilnefningar af landinu öllu.

Viðurkenningin var veitt fyrst árið 1999 og síðustu ár hafa öll kyn úr framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs mætt á Hátíð FKA og ríkir ávallt mikil eftirvænting ár hvert. Á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru var Viðurkenningarhátíð FKA haldin hátíðleg í sjónvarpsþætti í samstafi við TORG en nú gleðjumst við saman á glæsilegri hátíð á Hótel Reykjavík Grand.

Fyrir þau sem komast ekki á Grand geta notið stundarinnar á heimasíðu Fréttablaðsins þar sem hátíðin verður í beinu streymi.

Áhersla á sem breiðastan bakgrunn. Við skipan dómnefndar Viðurkenningarhátíðar FKA er leitast við að einstaklingar hafi sem breiðastan bakgrunn í aldri, reynslu, búsetu og uppruna. Það er í fullu samræmi við stefnu FKA í víðasta skilningi orðsins og eina vitið ef við ætlum að beina kastaranum að ólíkum konum um land allt. Það er dómnefnd sem velur konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.

Í dómnefnd fyrir Viðurkenningarhátíð FKA að þessu sinni eru í stafrófsröð:

// Árni Sigfússon – fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Fæddur í Vestmannaeyjum, kennaramenntaður í grunninn og telur málefni barna vera stærsta málaflokkinn í sveitarstjórnarmálum. Hann vakti máls nýverið á ólíkri forgjöf er kemur að uppsöfnuðum lífeyrisréttindum hjóna nýverið sem vakti athygli …

// Chanel Björk Sturludóttir – fjölmiðlakona í dagskrárgerð í Kastljósi á RÚV sem var á topplista yfir „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda. Mannflóran, fræðsluvettvangur um fjölmenninguna á Íslandi, er í hennar umsjá og er hún meðstofnandi „Hennar rödd“ sem eru félagasamtök sem starfa með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi …

// Guðrún Gunnarsdóttir – stjórnarkona FKA og deildarstjóri Fastus sem hefur komið að stofnun fjölmargra fyrirtækja, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Guðrún hún hóf innflutning á heilbrigðisvörum árið 1992, stofnaði Fastus ásamt félögum sínum en starfar nú sem deildarstjóri heilbrigðisdeildar Fastus eftir að hún seldi fyrirtækið …

// Kathryn Gunnarsson – stofnandi og framkvæmdastjóri Geko Consulting sem er ráðgjafar- og ráðningarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að vinna innan tækni og nýsköpunargeirans á Íslandi …

// Logi Pedro Stefánsson – listamaður, og fyrrum liðsmaður hljómsveitarinnar Retro Stefson. Logi hefur unnið að tónlist fyrir fjölmörg af fremsta tónlistarfólki landsins og hlotið 17 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Logi er stjórnarmaður og meðeigandi framleiðslufyrirtækisins 101 Productions, sem framleitt hafa seríur eins og Æði, Áttavillt og „Hugarró með GDRN“…

// Magnús Harðarson – forstjóri Nasdaq Iceland, Kauphallarinnar. Magnús hefur starfað hjá Nasdaq síðan 2002 en áður var hann hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun og efnahagslegur ráðgjafi. Hann hefur Ph.D. gráðu í hagfræði frá Yale University …

// Margrét Guðmundsdóttir – stjórnarmaður og fyrrverandi forstjóri Icepharma. Margrét hefur setið í stjórn ýmissa félaga hér heima og erlendi og situr í dag í stjórn Eimskip, Festi og Heklu …

Það varð strax líf og fjör eftir að opnað var fyrir tilnefningar og lögð var áhersla á að fá nöfn ólíkra kvenna af landinu öllu með ólíkan bakgrunn og reynslu í pottinn enda mikilvægt að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum og fjölbreytileika. Að vanda er vakin athygli á eftirtektarverðum konum í atvinnulífinu og veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

Það er dómnefnd sem velur þær konur sem verða heiðraðar á Reykjavík Hótel Grand 26. janúar 2023.

Hlökkum til að sjá ykkur!

#FKA#FKAkonur#Hreyfiafl#Sýnileiki#Tengslanet#FKAViðurkenningarhátíðin2023#FKAViðurkenningarhátíð2023#FKAViðurkenningarhátíð#FKAþakkarviðurkenning#FKAviðurkenningin#FKAhvatningarviðurkenning#Hringbraut#Grand#Torg#Fréttablaðið Sigmundur Ernir Rúnarsson Gudmundur Örn Johannsson Árni Sigfússon Chanel Björk Sturludóttir Guðrún Gunnarsdóttir @Kathryn Gunnarsson Logi Pedro Stefánsson @Magnús Harðarson @Margrét Guðmundsdóttir