Panelumræður fyrir Asper School of Business, University of Manitoba Canada.

Félag kvenna í atvinnulífinu með formann FKA Sigríði Hrund Pétursdóttur í fararbroddi voru í panel fyrir Asper School of Business, University of Manitoba á Hilton Nordica hoteli 25. apríl 2023.

Það voru stjórnarkonur úr FKA Framtíð, Thelma, Bergrún og Sólveig sem voru í panel fyrir hádegi og bauð FKA Lísu Rán Arnórsdóttur formanni UAK að taka þátt í verkefninu þar sem farið var yfir stöðu jafnréttismála hér á landi, viðhorfum til jafnréttismála o.fl.

Danielle Pamela Neben, Grace Achieng og Kathryn Gunnarsson, FKA New Icelanders og stjórnarkona FKA Sigrún Jenný tóku þátt á panel eftir hádegi.

Robert Parsons, PhD, MBA & Paul D. Larson, PhD settu sig í samband við FKA fyrir skemmstu og hér nutu MBAnemar sín í jafnréttisparadísinni Íslandi og fengu smjörþefinn af því skásta sem gerist á plánetunni í málaflokknum. Nemendur spurðu um tækifærið til að nýta sér jafnréttið á Íslandi, upplifun og útí regluverkið en meistarahópurinn vinnur með og hefur fengið að kynnast nokkrum fyrirtækjum hér á landi.

,,Thank you for giving us the opportunity to enhance cultural/business links between our precious countries. FKA would be happy to help in any way we can,“ voru fyrstu viðbrögð Sigríðiar Hrundar formanns FKA hér fyrir nokkru síðan og gaman var að sjá öflugan panel mæta til leiks. FKA setti saman panel fyrir Lauder Institute at Wharton í fyrra sem vakti lukku og óhætt að segja að alþjóðasamstarf hafi aukist hjá FKA og fyrir því nokkrar ástæður.

Hægt er að nálgast upp töku á lokaðri síðu félagskvenna FKA á Facebook. Já, internetið var ekki tískubóla hér um árið heldur geggjað verkfæri til að tengja og tilheyra.

FKA Framtíð, New Icelanders, UAK, stjórn FKA og öllum þeim sem tóku þátt er þakkað fyrir að gera daginn eftirminnilegan!

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur #FKAFramtíð #NewIcelandersFKA #UAK @Sigríður Hrund Pétursdóttir @Lísa Rán @Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir @Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir @Thelma Kristín Kvaran @Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir @Danielle Pamela Neben @Grace Achieng @Kathryn Gunnarsson @Sigrún Jenný Barðadóttir