„Sjálfstraust í fyrirtækjarekstri“ og Gerður í Blush með frábært erindi hjá FKA Vesturlandi.

Fyrsti viðurburður ársins hjá FKA Vesturlandi var með félagskonunni Gerði Huld Arinbjarnardóttur, eiganda, stofnanda og framkvæmdarstjóra Blush.

Gæti verið mynd af 3 manns, people standing og innanhúss
Gerður í Blush, Stefanía Nindel formaður FKA Vesturland og stjórnarkonur FKA Vesturlandi Rúna Björg og Michelle Bird. Rut Ragnarsdóttir og Tinna Grímars eru einnig í stjórn.
May be an image of 14 people and people standing


Um var að ræða opinn viðburð á vegum FKA á Vesturlandi þar sem frítt er fyrir félagskonur á Vesturlandi sem gátu tekið vinkonu með til að hlusta á Gerði.

Það var gaman og gefandi að fara á trúnó með Gerði um sjálfstraust í fyrirtækjarekstri, markaðsmál og hugrekki til að takast á við þau verkefni sem koma upp í starfinu.

May be an image of 2 people, people standing and indoor


Gerður er frábær fyrirlesari, virk félagskona sem hefur einstakt lag á að orða hlutina og er opin með sína vegferð að velgengni. „Ég treysti mér ekki í viðtal á FM hér um árið, þurfti að láta keyra mig því ég treysti mér ekki til að keyra ég var svo stressuð,“ segir Gerður og hlær þegar hún lítur til baka og hvetur konur að fara út fyrir þægindarammann, gera meira af því sem þeim finnst ekki endilega sérstaklega þægilegt en skilar konum vexti.

Gæti verið mynd af 10 manns, people standing og innanhúss

Samkvæmt Gerði þurfum við ekki að finna upp hjólið til að hefja rekstur og nefnir að það eru fullt af veitingastöðum. Þetta snúist um sérstöðu, X-Factor, markmið og eitt og annað og skildi hún konurnar eftir með verkfæri til að meta stöðuna hjá sér í leik og starfi.

May be an image of 6 people, people sitting and indoor


Það var Breiðin þróunarfélag á Akranesi sem kynnti starfsemi sína og bauð heim, í boði voru veitingar frá Café Kaju á Akranesi þannig að félagskonur fóru saddar og sælar heim.

May be an image of 5 people, people standing and indoor

Ánægjulegt var að sjá fjölmargar konur sem vildu kynna sér starfsemi Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.

May be an image of 1 person and outdoors

Hlökkum til að sjá ykkur allar aftur.

Gæti verið mynd af 3 manns, people standing og innanhúss
Gæti verið mynd af matur

Gæti verið mynd af texti

Stjórn FKA Vesturland 2022-2023 eru í stafrófsröð:

Michell Bird

Rut Ragnarsdóttir

Rúna Björg Sigurðardóttir

Stephanie Nindel

Tinna Grímarsdóttir

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur, standing og texti

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAVesturland @Michell Bird @Rut Ragnarsdóttir @Rúna Björg Sigurðardóttir @Stephanie Nindel @Tinna Grímarsdóttir @Andrea Róbertsdóttir @Gerður Huld Arinbjarnardóttir #Blush