Social Business – fimmtudaginn 16. maí

Grand hóteli fimmtudaginn 16. maí kl. 8:30-10:00

Nýherji kynnir heitasta umræðuefnið í markaðs- og tæknigeiranum: “Social Business”


FKA konum er boðið að hlýða á færasta fólkið á þessu sviði. Sjá “Um fyrirlesara” neðar.
Ókeypis er á fundinn en nauðsynlegt að skrá sig  Má taka vinkonu(r) með en nauðsynlegt að skrá þær til leiks 
– SMELLTU HÉR.

Hvað gerir gott innranet? 

-Soffía Kristín Þórðardóttir, TM Software

Fyrirtæki mörg hver eru í vandræðum með innranetið. Þrátt fyrir miklar fjárfestingar er  innranetið ekki að standast væntingar starfsfólks. Soffía Kristín Þórðardóttir hjá TM Software mun segja okkur hvað gerir gott innranet og hvaða aðferðir fyrirtæki geta lært af samfélagsmiðlunum og tileinkað sér til að innranetið skili árangri. Soffía er forstöðumaður á sviði Vef- og sérlausna hjá TM Software, dótturfyrirtæki Nýherja. Þar leiðir hún teymi 40 hugbúnaðarsérfræðinga, viðmótshönnuða og ráðgjafa. 

Social Business: Náðu því besta út úr starfsfólki

-Louis Richardson, IBM

Samfélagsmiðlar hafa gjörbreytt net- og samskiptanotkun heilu kynslóðanna á skömmum tíma. Slíkir miðlar hafa átt þátt í að ögra og jafnvel kollvarpa stjórnvöldum, aukið upplýsingaflæði og fært valdið nær fólki, eins og dæmin sanna. Nú vilja fyrirtæki og stofnanir nýta sér þessa byltingarkenndu tækni í sína þágu um leið og kynslóðir sem alast upp við notkun samfélagsmiðla fara að láta til sín taka á vinnumarkaði. 

Fundarstjóri: Ólöf Guðmundsdóttir Salmon, Viðskiptastjóri Nýherja

Um fyrirlesarana:

Soffía Kristín Þórðardóttir

Soffía hefur víðtæka reynslu af veflausnum eða allt aftur til ársins 1998 þegar fyrstu vefsíðurnar voru að fæðast hér á landi. Soffía hefur síðan stýrt mörgum stórum vefverkefnum m.a. fyrir Icelandair, Símann, Íslandsbanka og Inspired by Iceland. Soffía lagði stund á tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið Professional Certificate in Management frá Open University í Bretlandi. Hún sat í stjórn Samtaka vefiðnaðarins á árunum 2008-2011. Soffía hóf störf hjá TM Software í febrúar 2006 og situr í stjórn Applicon hf á Íslandi. 

Louis Richardson

Louis Richardson er einn helsti sérfræðingur IBM á sviði samfélagsmiðlunar innan fyrirtækja. Hann er óþreytandi að breiða út fagnaðarerindið og virkja fyrirtæki í notkun á ýmsum hugbúnaði, sem styrkir þau sem öflugt og áhugavert samfélag. Breyttir tímar kalla á nýja hugsun og nýtt skipulag. Með notkun nýrrar tækni er hægt að ná því besta út úr starfsfólki og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari, skemmtilegri og skilvirkari.