Starfsþjálfun HÍ og FKA. „Get ekki beðið eftir að mæla með þeim þegar þær fara að sækja um vinnu!“

Starfsþjálfun – Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og FKA.

Þær Vanesa Hoti og Júlía Sif Liljudóttir urðu hlutskarpastar umsækjenda um stöður hjá FKA.

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bauð á haustmisseri 2020 í fyrsta sinn upp á starfsþjálfun, en um er að ræða námskeið fyrir nemendur á þriðja ári grunnnáms sem er hugsað sem tenging milli háskólanáms og starfsferils. Í starfsþjálfun fá nemendur að kynnast störfum fyrirtækja/stofnana og glíma við raunverkefni sem tilheyra þeirra kjörsviði í náminu.

Þær Vanesa Hoti og Júlía Sif Liljudóttir urðu hlutskarpastar umsækjenda um stöður hjá FKA – Félagi kvenna í atvinnulífinu. Nú fer verkefni þeirra senn að ljúka. Samstarfið hefur gengið frábærlega og við getum ekki beðið eftir að mæla með þeim þegar þær fara að sækja um vinnu. Stóðuð ykkur frábærlega!

„…ég get sagt að starfsþjálfunin fór fram úr mínum björtustu vonum og hefur þetta verið æðislegur tími sem hefur gefið mér svo ótrúlega mikið,“ segir Júlía.

„Ég vissi í raun ekki alveg hverju mætti búast við en þetta fór klárlega fram úr væntingum mínum,“ segir Vanesa.

Viðtal við þær má finna hér á heimasíðu Háskóla Íslands.

Viðtal HÉR