Stefnumót við ráðherra á fyrsta fundi vetrarins fimmtudaginn 12. september

Kæra félagskona.

Þá blásum við til leiks!

Starfsár FKA er formlega hafið og stjórn ásamt nefndum og starfsmanni hafa unnið að því undanfarið að búa til öflugt viðburðardagatal fyrir 2013-2014. Það verður kynnt á allra næstu dögum en nú er komið að fyrsta viðburði vetrarins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mun taka á móti félagskonum FKA í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu kl. 16:30, fimmtudaginn 12. september. 

Sú heimsókn ætti að gefa okkur kröftugan tón fyrir veturinn enda eitt af leiðarljósum ríkisstjórnarinnar að efla atvinnulífið með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags.

Í framhaldi af heimsókninni til Sigmundar er okkur boðið í heimsókn til félagskvennanna sem reka Mýrina og Mar við gömlu höfnina að Geirsgötu 9. Það er innangengt á milli þessara fyrirtækja þannig að við sláum tvær flugur í einu höggi og skoðum fallega hönnun og muni í Mýrinni yfir léttum drykk og þiggjum um leið veitingar á tilboðsverði á Mar. Það eru systurnar Sigga og Rannveig Sigurðardætur sem reka Mýrina og Marco Polo og Rannveig Grétars sem rekur Mar ásamt hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu.

 

… því má eiginlega segja að þar liggi þrjár flugur í einu J og því hvetjum við félagskonur til að fjölmenna!  Skráning er skilyrði á hvorn viðburð fyrir sig.

 

Og til upplýsinga þá er innheimta félagsgjalda komin í ferli og nafnspjöld félagskvenna verða send um leið og greiðsla hefur borist. Takið þó gömlu nafnspjöldin með þar til nýtt berst. Munið að uppfæra heimilisföng, netföng og annað í kerfinu okkar svo að þetta skili sér allt til ykkar.

 

Bestu kveðjur,

Stjórn FKA