Sumarkveðja FKA

Framundan er sól og sumarfrí en undirbúningur spennandi vetrarstarfs FKA er þegar hafið og byggir næsti vetur á öflugu starfi FKA ásamt nýjungum fyrir félagskonur.

Fastir morgunfundir í haust og aðgangur innifalinn í félagsgjöldumNr.14-Hus-atvinnulifsins
Ákveðið hefur verið að setja upp fundarröð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, alla miðvikudagsmorgna í október og nóvember. Viðfangsefni funda verður unnið í samráði við nefndir og taka mið af áherslum þeirra. Fundirnir eru gjaldfrjálsir, innihalda innblástur í formi þekkingar og kaffisopa, aðgangur er takmarkaður og bundin við salinn Kviku sem tekur að hámarki 70 manns. Ef þessi nýjung í starfi gengur vel þá er fyrirhugað að halda föstum gjaldfrjálsum fundum áfram í mars og apríl. Þessir fundir eru viðbót við það öfluga starf sem unnið verður innan hverrar nefnda sem og deilda.

IMG_8666Hækkun félagsgjalda vegna starfsársins 2016-2017
Á aðalfundi var tillaga um breytingar á félagsgjöldum og innheimtuaðferðum samþykkt. Tillagan felur í sér að félagsgjöld fyrir starfsárið 2016 – 2017 verða kr. 21.700 sem er 10% hækkun, sem tekur mið af launavísitöluþróun. 

Skilvirkari innheimta félagsgjalda
Félagsgjöld verða send út í gegnum heimabanka og er reikningur aðgengilegur í rafrænum skjölum.  Félagskona fær jafnframt sendan greiðsluseðil á það netfang sem hún hefur gefið upp á heimasíðu félagsins. Félagsgjöld verða send út núna í byrjun júní með eindaga 15. ágúst en við biðjum þig að senda allar leiðréttingar eða úrsögn á heimasíðu í gegnum linkinn: www.fka.is/um/felagsgjold/

 

Lítur félagið á framvegis að félagskonur eru taldir fullgildir félagsmenn og innheimta megi félagsgjöld nema viðkomandi hafi sagt sig úr félaginu skriflega

Viðburðir framvegis greiddir með kreditkorti
Í haust þegar félagskonur skrá sig á fundi og aðra viðburði þá verða þeir framvegis innheimtir um leið með kreditkorti og skráning fer fram á heimasíðu.

Sumarkveðja,

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir
Framkvæmdastjóri FKA