Sýnileikadagur FKA 27. febrúar 2021 fyrir félagskonur FKA / Takið daginn frá!

Sýnileikadagur FKA 27. febrúar 2021.

Sýnleikadagurinn er bara fyrir félagskonur FKA – dagur sem við fyllum á verkfærabeltið með hæfniþáttum sem nauðsynlegir eru til að ná forskoti í leik og starfi.

Sérstaða er samkeppnisforskot og þess vegna fjárfestum við í okkur, setjum okkur á dagskrá með að mæta á Sýnileikadag félagskvenna FKA og tileinka okkur færniþætti framtíðarinnar í takt við nýja tíma.

Félag kvenna í atvinnulífinu kynnir með stolti Sýnileikanefnd FKA 2021.

Anna Björk Árnadóttir // Viðburðastjóri Concept Events.
Iris E. Gisladottir // Eigandi Evolytes.
Steinunn Camilla Sigurdardottir – Stones Þ // Framkvæmdastjóri, frumkvöðull og umboðsmaður / Iceland Sync Management ehf.
Thorhildur Fjola Stefansdottir // Product Owner hjá Wise lausnir ehf.

Vigdis Johannsdottir stjórnarkona FKA // markaðsstjóri Stafræns Íslands verður nefndinni innan handar og fyrst inn sem fulltrúi stjórnar í verkefninu þegar þörf er á. Ragnheiður Aradóttir // Eigandi og framkvæmdastjóri PROevents og PROcoaching, varaformaður FKA kemur næst inn ef þurfa þykir. Við erum í þessu saman!

Fyrirlesarar, örnámskeið, æfingar og áskoranir verða á Sýnileikadeginum okkar sem verður upplýsandi og fræðandi.

Félag kvenna í atvinnulífinu er stærsti æfingasalur landsins þar sem ólíkar félagskonur um land allt gefst tækifæri að iðka sjálfa sig, æfa, vaxa, eiga samtal, nærast og ná áragri í velvild og uppbyggjandi umhverfi þegar þær eru í stuði.

Sýnileikadagurinn okkar verður laugardaginn27. febrúar 2021 kl. 11.00.

Takið daginn frá. Nánar auglýst!


#fka#hreyfiaflAndrea Róbertsdóttir Hulda Ragnheidur Arnadottir