Það verður stórglæsileg uppskeruhátíð hjá okkur á afmælisárinu – Við kynnum með stolti afmælisnefnd FKA.

 

Kæra félagskona!

Það verður stórglæsileg uppskeruhátíð hjá okkur á afmælisárinu.

 

FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu, fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu þann 9. apríl 2024 og að því tilefni fögnum við.

 

Á dögunum óskaði stjórn FKA eftir framboðum félagskvenna í afmælisnefnd sem hefur nú verið skipuð. Nefndin leggur línurnar til að gera stórafmælið okkar eftirminnilegt í samstarfi við stjórn FKA.

 

Við kynnum með stolti afmælisnefnd FKA í stafrófsröð:

Elísabet Tanía Smáradóttir / Sölu-, markaðs- og starfsmannamál

Hanna Guðlaugsdóttir / Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heilsuvernd

Helga Guðný Theodors Eigandi / Barre + Jógakennari

Nathalia Bardales Branding / Marketing

Steinunn Ragnarsdóttir / Framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi og ráðgjafi

 

 

Það voru hátt í fjögur hundruð konur sem komu saman í Silfurbergi í Hörpu þegar félagið fagnaði 20 ára afmæli sínu þar sem blásið var til stórglæsilegrar uppskeruhátíðar. Nú er spennandi að sjá hvað afmælisnefndin hefur í huga fyrir 25 ára afmælisárið. Dagskrá verður auglýst á nýju ári.

 

 

„Þær voru 330 konur sem voru mættar á stofnfundinn til þess að stofna félagið. Það hefur ekkert breyst annað en það að það er búið að opna það fyrir konur sem eru ekki í atvinnurekstri (…) það er alltaf sami krafturinn,“ sagði Jónínu Bjartmarz, fyrsti formann félagsins í Hörpu á 20 ára afmælinu.

 

 

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur #FKAafmæli #FKA25ára