Þitt tækifæri til að vaxa og hafa áhrif – skráðu þig í nefnd, ráð eða gefðu kost á þér í stjórn FKA!

Nú er tækifærið fyrir þig til að vaxa og hafa áhrif með FKA!

Jú, laukrétt þinn tími er kominn! Það eru laus sæti í nefndir, ráð og stjórn FKA.

Ef þér, kæra félagskona, finnst gott starf unnið hjá FKA þá er rétti tíminn til að stimpla þig inn. Líka ef þér finnst félagið ekki vera að nýta tækifærin og ert með hugmyndir um hvernig FKA geti slegið í gegn oftar eða á annan hátt þá er þetta kjörið tækifæri til að koma sínum skoðunum inn á radar og þitt tækifæri til að hafa áhrif. Komdu með og skráðu þig í nefnd, ráð eða gefðu kost á þér í stjórn. Sjá form hér fyrir neðan!

Ávinningur sem fylgir fjölbreyttri forystu er augljós en fyrir liggja fjölmörg verkefni og hressandi áskoranir svo að við höfum jöfn tækifæri til að nýta okkur jafnréttið.

Eitt er víst, þátttaka í starfi félagsins er frábær leið fyrir konur sem vilja stækka tengslanetið, vaxa, hafa áhrif á starfið innan félagsins og samfélagsumræðuna.

Jafnvægisvog FKA.

HVAÐ VERÐUR KOSIÐ UM Á AÐALFUNDI 10. MAÍ 20323

  • Við kjósum okkur formann.
  • Það eru laus þrjú sæti til tveggja ára í stjórn og þrjú varasæti.
  • Félagskonur eru einnig hvattar að skrá til þjónustu í nefndum og ráðum félagsins. 

Opnunarviðburður FKA.

Kosið er til ráða og fastanefnda félagsins í aðdraganda aðalfundar.  

HÉR má finna form vegna framboð í ábyrgðarstöðu FKA // Skjalið opið og hægt að bjóða sig fram og með miðvikudagsins 3. maí 2023.

HÉR má finna kosningareglur og upplýsingar til frambjóðenda.

HÉR má finna form fyrir þær sem bjóða sig fram í nefndir og ráð // Skjalið opið og hægt að gefa kost á sér til og með miðvikudagsins 26. apríl 2023.

HVERNIG: Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins og skal hann haldinn fyrir lok maí ár hvert samkvæmt lögum félagsins sem má nálgast HÉR.

Alþjóðalegt samstarf og tengslamyndun.

Skráið ykkur til leiks og hafið áhrif! SKRÁNING HÉR Á VIÐBURÐI!

HVAÐ: Aðalfundur FKA

HVENÆR: 10. maí 2023

KLUKKAN HVAÐ: 17.00-18.30

HVAR: Nauthóli, Nauthólsvegi 106, 102 Reykjavík HÉR & í streymi.

Viðurkenningarhátíð FKA.

Kjörgengi og kosningaréttur
Þær einar eru kjörgengar og hafa atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins og í kosningum í aðdraganda aðalfundar, sem eru skuldlausar við félagið einni viku fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár kynntur og borinn upp til samþykktar.
Ákvörðun félagsgjalds.
Skýrslur starfsnefnda.
Lagabreytingar ef einhverjar.
Lýsing á kjöri formanns, stjórna, nefnda og ráða.
Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara.
Önnur mál.

Kær kveðja!

Stjórn FKA 2022-2023