,,Unnið var með æðruleysið fyrir og eftir hádegi á tímum Covid!” // Upptaka frá FKA Viðurkenningarhátíð 2022.

FKA Viðurkenningarhátíð 2022.

FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Að vanda voru veittar viðurkenningar á hátíðinni 2022 til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

Unnið var með æðruleysið fyrir og eftir hádegi á tímum Covid og þurftum við að vinda okkur í sjónvarpsþáttagerð vegna takmarkana af öllum stærðum og gerðum.

Viðurkenningarhátíðin 2022 varð í einu hendingskasti sjónvarpsþáttur sem sýndur var á Hringbraut. Góðu fréttirnar eru þær að við náðum að heiðra konur með stæl, auka sýnileika kvenna og fyrirmynda sem er mikilvægt fyrir samfélagið allt.

Viðurkenningarhafar 2022

Hafrún Friðriksdóttir framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Teva hlaut FKA viðurkenninguna 2022

Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2022.

Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hagvangs hlaut FKA þakkarviðurkenninguna 2022

Þátturinn á Hringbraut Horfa Hér

Edda Sif, Hafrún og Katrín.

Ein var í Bandríkjunum, önnur í einangrun og þriðja í myndver bara svona eins og lífið er í dag,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.

„Það var skipuð sjö manna dómnefnd sem ég átti sæti í og fórum við yfir rúmlega hundrað og fimmtíu tilnefningar og það átti að kynna úrslit á Grand Hótel Reykjavík en brugðið var á það ráð að segja frá FKA viðurkenningarhöfum 2022 á Hringbraut vegna sóttvarnarreglna,“ segir Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður Skeljungi, varaformaður FKA og fulltrúi stjórnar FKA vegna viðurkenningarhátíðarinnar 2022.

Sigmundur Ernir Rúnarsson sá um þáttastjórn og stjórn framleiðslu var í höndum Elínar Sveinsdóttur.

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAViðurkenningarhátíðin2022 #FKAViðurkenningarhátíð2022 #FKAViðurkenningarhátíð #FKAþakkarviðurkenning #FKAviðurkenningin #FKAhvatningarviðurkenning #Hringbraut #Hagvangur #Carbfix #Teva #BL #Íslandsbanki

@Andrea Róbertsdóttir @Elín Sveinsdóttir @Sigmundur Ernir Rúnarsson @Katrín S. Óladóttir @Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir @Unnur Elva Arnardóttir @Edda Rún Ragnarsdóttir @Edda Sif Pind Aradóttir @Hafrún Friðriksdóttir