Vantar ferska vinda í þitt fyrirtæki?

Kæra FKA kona!

Vinnumálastofnun er þátttakandi í Evrópuverkefninu GET mobile en markmið þess er m.a. að hvetja fyrirtæki  til að taka þátt í mannaskiptaverkefnum á vegum Evrópusambandsins.  Verkefnin gera fyrirtækjum kleift að fá lærlinga/starfsnema inn í fyrirtæki til lengri eða skemri tíma en neminn fær styrk til að fara og starfa í öðru landi.

Mannaskiptaverkefni eru oft vannýtt auðlind fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu og  kannanir sýna að fyrirtækin, hika oft við að taka þátt.  Hér á Íslandi hefur þessi möguleiki verið lítt notaður og fá fyrirtæki nýtt sér þetta tækifæri.


Dæmi um ávinninga af mannaskiptum geta verið aukin nýsköpun og frumkvæði í fyrirtækinu, fjölmenning og tungumálaþekking svo eitthvað sé nefnt.

Um hvað snýst verkefni okkar?

Eitt aðalmarkmið þess er yfirfærsla og þróun leiðbeininga til fyrirtækja sem taka þátt í mannaskiptaverkefnum.  

Gerð hefur verið handbók fyrir fyrirtækin þar sem má finna gagnlegar upplýsingar um hvernig á að standa að málum.
   
Sett hefur verið upp heimasíða þar sem fyrirtæki geta skráð sig og leitað að samstarfsaðilum.

Vinnumálastofnun býður nú fyrirtækjum FKA að koma á kynningarfund þann 12.nóvember til að fræðast meira um möguleikana í mannaskiptaverkefnum Evrópusambandsins.

Á fundunum mun verkefnið verða kynnt, þeir möguleikar sem í boði eru, handbókin og heimasíðan sem hægt er að skrá sig á í þeim tilgangi að finna samstarfsaðila í öðru landi.

Nánari upplýsingar og skráning á fundina er hjá Ásdísi Guðmundsdóttur í síma 515-4860 eða í netfangið asdis.gudmundsdottir@vmst.is