Verslað við félagskonur FKA allan hringinn – 360 gráður í allt sumar!

Félag kvenna í atvinnulífinu gaf út tímarit sem er farið í dreifingu til félagskvenna.

Þar er kastljósinu beint að félagskonum FKA, fjölbreyttri starfsemi félagskvenna um land allt og jafnréttispúlsinn er tekinn á stjórnendum í atvinnulífinu.

Tengsl eru verðmæti FKA og í FKA-blaðinu er sjónum beint að starfinu og spennandi verkefnum.

Það er mikilvægt að skipta við íslenska aðila á öllum sviðum og hægt er að versla við félagskonur FKA allan hringinn – 360 gráður í allt sumar!

Viðtal í Fréttablaðinu ,,Vantar konur í Kauphöllina“ vegna útgáfu FKA-blaðsins má finna HÉR