FKA konur á ströndinni til að efla tengslin, styrkja sig og njóta í upphafi starfsárs.

FKA Vesturland bauð konum á ströndina til að efla tengslin, styrkja sjálfsmyndina og sjálfstraustið og hafa gaman nýverið í upphafi starfsárs.

,,Við fengum til liðs við okkur Sigurbjörgu Gunnarsdóttur stofnanda og framkvæmdastjóra Hreyfisport ehf sem selur meðal annars hreystitækin sem eru í hreystigarðinum á Langasandi en segja má með sanni að útsýnið og nálægðin við náttúruna sé einstök í þessum hreystigarði sem við Akurnesingar státum af. Í ferðinni voru konur af Reykjanesi, Reykjavík, Akranesi og frá Snæfellsnesi sem tengdust saman í útivist og samtali um verkefni og ólíka lífsreynslu.

Hluti af stjórn FKA Vesturland 2021-2022 á mynd frá vinstri: Meðstjórnandi Ingibjörg Valdimarsdóttir, Akranesi, samskiptatengillinn Anna Melsteð, Stykkishólmi og formaðurinn Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, Akranesi.

Birna Bragadóttir sjósundskona og forstöðumaður sögu- og tæknisýningar Orkuveitu Reykjavíkur fræddi okkur um sjósund. Eftir stuttan fræðslufyrirlestur dýfðum við okkur í 7 gráðu heitan sjóinn. Sumar voru að kynnast sjósundi í fyrsta sinn á meðan aðrar hafa stundað sjósund reglulega um langt skeið. Það er valdeflandi að sigra sjálfan sig með því að takast á við kalt hafið, dýfa sér ofan í og jafnvel taka stuttan sundsprett. Eftir kalt baðið í hafinu er svo ekkert betra en að hlýja sér í heitri Guðlauginni sem var rómuð af gestum okkar frá öðrum bæjarfélögum. Eftir tvær til þrjár ferðir í sjóinn var svo markmiðið að skola ekki sjóinn af sér eftir síðustu dýfuna heldur láta húðina njóta allra góðu saltanna áfram. Húðin verður mjúk viðkomu eftir kalt saltbaðið.

Mynd frá vinstri: Félagskonurnar Sigurbjörg Gunnarsdóttir stofnanda og framkvæmdastjóra Hreyfisport ehf., Birna Bragadóttir sjósundskona og Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic og Kaffi Kaju sem bauð uppá túrmerik Latte og saltkaramellu súkkulaði mola eftir fjörið.

Punkturinn yfir i-ið var svo að fá ljómandi góða súpu á Kaffi Kaju, túrmerik Latte og saltkaramellu súkkulaði mola til að toppa endanlega daginn. Þá fengum við að smakka byggmjólk úr búri Karenar Jónsdóttur en rekstur hennar hér á Akranesi hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frumkvöðlastarf tengdu lífrænum lífsstíl. Þennan dag mynduðu konur tengsl sín á milli sem þær geta nýtt áfram í lífi og starfi.

FKA er vettvangur fyrir konur til að efla tengslanetið sitt, styrkja sig og hafa áhrif til að efla aðrar konur. FKA eru félagasamtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Hvort sem þú ert stjórnandi, leiðtogi, átt eða rekur þitt fyrirtæki – þá áttu heima í FKA og við hvetjum þig til að fjárfesta í sjálfri þér og skrá þig.”

Einstök orka og sjóbað og sund valdeflandi – farið öllu með gát, fáið ráð og hlustið á ykkar innri rödd.

Umsókn í Félag kvenna í atvinnulífinu og nánari upplýsingar um nefndir og deildir má finna á heimasíðu HÉR

Þetta er jafn hressandi og þetta sýnist!

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAVesturland @Ingibjörg Valdimarsdóttir @Anna Melsteð @Sandra Margrét Sigurjónsdóttir @Sigurbjörg Gunnarsdóttir #Hreyfisport @Birna Bragadóttir @Karen Jónsdóttir #KajaOrganic #KaffiKaja