Framboð til stjórnar FKA – Gangi þér vel Helga!

KYNNUM:

Helgu Björgu Steinþórsdóttur stofnanda, stjórnarformann & eiganda sem býður sig fram til stjórnar FKA.

,

,,Kæru félagskonur FKA!


Ég hef boðið mig fram til stjórnarsetu fyrir FKA næsta kjörtímabil. Ég hef verið virkur þáttakandi í starfi FKA síðastliðin ár meðal annars í stefnumótunarnefnd, sýnileikanefnd, golfnefnd og tækniráði síðastliðið ár.

Eftir að hafa tekið þátt í þessum verkefnum hef ég fundið að ég á vel heima í starfi FKA þar sem ég finn mig sérstaklega í því að sjá sjá aðrar konur blómstra í þeim verkefnum sem þær takast á við hverju sinni.

Ég sé mikilvægi þess að konur í atvinnulífinu búi við góðar aðstæður til að efla tengslanet sitt og hafi vettvang meðal annars til að láta gott að sér leiða og efla vegferð kvenna í atvinnulífinu.

Ég hef verið í sjálfstæðum atvinnurekstri alla tíð og stofnaði síðast tölvuöryggisfyrirtækið AwareGO árið 2007 sem er í dag alþjóðlegt fyrirtæki með skrifstofur í 4 löndum þar hef ég sinnt öllum þeim störfum sem fylgja því að stofna frumkvöðlafyrirtæki sem vex og dafnar..


Þar sem ég kem úr tæknigeiranum sé ég kostina við það að tæknivæða ferla innan félagsins sem eitt að þeim verkefnum sem FKA stendur frammi fyrir.

Ég er tilbúin að takast á við þetta ábyrgðarfulla starf og býð mig þar með fram í stjórn í FKA og legg áherslu á mikilvægi samvinnu og samstarfs.

Helga B. Steinþórsdóttir

//

FKA óskar Helgu alls hins besta og minnir á að allir frambjóðendur til stjórnar FKA verða með kynningu og sitja fyrir svörum á TEAMS föstudaginn 5. maí 2023 klukkan 12-13.

Viðburðurinn og hlekk má finna HÉR

Hvetjum allar félagskonur að kjósa og mæta raun eða raf á aðalfundinn … nú svo er enn pláss í stjórn, nefndum og ráðum. Er þinn tími ekki kominn?

Stjórn félagsins skal skipuð sjö konum og þremur til vara. Hver stjórnarkona skal kjörin til tveggja ára í senn. Í varastjórn veljast til eins árs, þær þrjár konur sem næst því komust að hljóta kosningu í stjórn og nánar um málið má nálgast í lögum félagsins HÉR

Unnur Elva Arnardóttir sem gengt hefur hlutverki varaformanns FKA býður sig fram til formanns og Guðrún Gunnarsdóttir og Dóra Eyland stjórn­ar­kon­ur eru hálfnaðar með kjör­tíma­bil sitt í stjórn og halda áfram.

Kjörgengi og kosningaréttur
Þær einar eru kjörgengar og hafa atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins og í kosningum í aðdraganda aðalfundar, sem eru skuldlausar við félagið einni viku fyrir aðalfund.

Aðalfundur 10. maí 2023 á viðburðadagatali HÉR.

Það er enn möguleiki á að bjóða sig fram í stjórn, formann, nefndir og ráð!

HÉR má finna form vegna framboð í ábyrgðarstöðu FKA.

HÉR má finna kosningareglur og upplýsingar til frambjóðenda.

HÉR má finna form fyrir þær sem bjóða sig fram í nefndir og ráð.

Gangi ykkur sem allra best!

Kær kveðja!

FKA

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur @Helga Björg Steinþórsdóttir