Framboð til stjórnar FKA – Gangi þér vel Ingibjörg!

KYNNUM:

Ingibjörgu Salóme Sigurðardóttur framkvæmdastjóra, hundaræktanda & eiganda sem býður sig fram til stjórnar FKA.

,,Kæru FKA konur!

Ingibjörg Salóme heiti ég, framkvæmdastjóri, mamma, amma, eiginkona, vinkona, vinur, hundaræktandi og FKA-kona. Ég býð mig hér með fram til stjórnarseti í stjórn FKA.

Ég starfaði sem mannauðsstjóri hjá Matís 2005-2008 og hugbúnaðarfyrirtækinu Teris á árunum 2008 til 2010. Árið 2009 stofnaði ég og maðurinn minn Gæludýr.is og árið 2010 færði ég mig yfir til Gæludýr.is og hef starfað þar síðan.

Árið 2015 stofnuðum við heildverslunina Petmark ehf og árið 2022 festum við kaup á versluninni home&you.

Í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri Gæludýr.is og home@you.

Þegar ég kom fyrst inn á FKA þá fannst mér svo magnað að upplifa jákvæðnina, styrkinn og það frábæra andrúmsloft sem þar rýkir.

Ég upplifði svo sterkt hversu valdeflandi og uppbyggjandi starf FKA er. Mér var tekið opnum örmum, ég kynntist fullt af nýjum konum og fann að þetta er samfélag sem ég vil vera hluti af. Mig langar að leggja mitt af mörkum til að fleiri konur upplifi FKA og þess vegna býð ég mig fram í stjórn FKA.

Mér finnst gott mottó í lífinu að hugsa að ævikveldi að með veru minni á þessari jörð hafi ég skilið eftir mig eitthvað gott, betra en ég hefði ekki verið. Markmið mitt í lífinu er að vera jákvæð, taka öllum sem jafningjum, kynnast nýju fólki og efla sjálfa mig bæði í starfi og leik.

Með vinsemd,

Ingibjörg Salóme / s. 616-9124 / inga@gaeludyr.is”

//

FKA óskar Ingibjörgu Salóme alls hins besta og minnir á að allir frambjóðendur til stjórnar FKA verða með kynningu og sitja fyrir svörum á TEAMS föstudaginn 5. maí 2023 klukkan 12-13.

Viðburðurinn og hlekk má finna HÉR

Hvetjum allar félagskonur að kjósa og mæta raun eða raf á aðalfundinn … nú svo er enn pláss í stjórn, nefndum og ráðum. Er þinn tími ekki kominn?

Stjórn félagsins skal skipuð sjö konum og þremur til vara. Hver stjórnarkona skal kjörin til tveggja ára í senn. Í varastjórn veljast til eins árs, þær þrjár konur sem næst því komust að hljóta kosningu í stjórn og nánar um málið má nálgast í lögum félagsins HÉR

Unnur Elva Arnardóttir sem gengt hefur hlutverki varaformanns FKA býður sig fram til formanns og Guðrún Gunnarsdóttir og Dóra Eyland stjórn­ar­kon­ur eru hálfnaðar með kjör­tíma­bil sitt í stjórn og halda áfram.

Kjörgengi og kosningaréttur
Þær einar eru kjörgengar og hafa atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins og í kosningum í aðdraganda aðalfundar, sem eru skuldlausar við félagið einni viku fyrir aðalfund.

Aðalfundur 10. maí 2023 á viðburðadagatali HÉR.

Það er enn möguleiki á að bjóða sig fram í stjórn, formann, nefndir og ráð!

HÉR má finna form vegna framboð í ábyrgðarstöðu FKA.

HÉR má finna kosningareglur og upplýsingar til frambjóðenda.

HÉR má finna form fyrir þær sem bjóða sig fram í nefndir og ráð.

Gangi ykkur sem allra best!

Kær kveðja!

FKA

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur @Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir