Kynnum með stolti nýja stjórn FKA Framtíð.

Ný stjórn FKA Framtíðar.

FKA Framtíð er fyrir konur sem vilja virka tengslanetsuppbyggingu og hagnýta fræðslu sem nýtist í starfsframa og þróun, bæði fag- og persónulega. Í deildinni eru tæplega 400 konur sem deila reynslu og auka styrk sinn með innblæstri frá hverri annarri. Mikil áhersla er lögð á að félagskonur efli hver aðra með ráðum, innblæstri og byggi upp virkt og öflugt tengslanet.

Stjórn Framtíðar 2022-2023 – Efri röð: Thelma Kristín Kvaran, Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir og Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir. Neðri röð: Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir, Anna Björk Árnadóttir og Árdís Ethel Hrafnsdóttir / Ljósmynd Katrín Kristjana Hjartardóttir

FKA Framtíð er ein af þremur deildum innan Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA og haldinn var aðalfundur deildarinnar þar sem nýjar stjórnarkonur stimpluðu sig inn. Anna Björk Árnadóttir, formaður FKA Framtíðar, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og Thelma Kristín Kvaran eru hálfnaðar með kjörtímabil sitt í stjórn FKA Framtíðar. Þær Árdís Ethel Hrafnsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir og Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir koma nýjar inn.

Stjórnarkonur FKA Framtíðar þær Ásdís Auðunsdóttir, Katrín Petersen og Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen hafa lokið stjórnarsetu þakkar FKA þeim innilega vel fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Unnur María Birgisdóttir sagði sig úr stjórn á tímabilinu og er þakkað sitt framlag einnig.

Stjórn Framtíðar 2021-2022 frá vinstri: Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen, Katrín Petersen, Anna Björk Árnadóttir formaður, Thelma Kristín Kvaran og Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir. / Ljósmynd Katrín Kristjana Hjartardóttir

Verkefni taka mið af óskum og þörfum félagskvenna, ávallt með ástríðu og fagmennsku að leiðarljósi, með það fyrir augum að styrkja stöðu félagskvenna FKA í íslensku atvinnulífi. Mentorverkefni FKA Framtíðar er gríðarlega mikilvægt og eftirsótt verkefni og mikil eftirvænting er að móta starfið í öflugu félagi á komandi starfsári.

Stjórn Framtíðar 2022-2023 í stafrófsröð eru

Anna Björk Árnadóttir

Árdís Ethel Hrafnsdóttir

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir

Karlotta Halldórsdóttir

Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir

Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir

Thelma Kristín Kvaran

FKA Framtíð HÉR

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet @Thelma Kristín Kvaran @Unnur María Birgisdóttir @Anna Björk Árnadóttir @Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen @Ásdís Auðunsdóttir @Katrín Petersen @Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir @Árdís Ethel Hrafnsdóttir @Karlotta Halldórsdóttir @Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir @Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir