Púttkvöld Golfnefndar FKA – Að þessu sinni styrktum við böndin og myndum ný viðskipta- og vinatengsl á Jólapúttkvöldi 29. nóvember nk.

Kæru FKA golfdrottningar.

Við ætlum að eiga skemmtilegt kvöld saman, pútta, hlæja og hafa gaman saman.

Endilega skráið ykkur á viðburðinn. Skráning á púttkvöldið fer þannig fram að með því að greiða gjaldið og sendið staðfestingarpóst.

Mætið með pútterinn og einn bolta.

 

HVAÐ:Að þessu sinni styrktum við böndin og myndum ný viðskipta- og vinatengsl á Jólapúttkvöldi FKA

HVAR: Innisvæði Korpu

HVENÆR: 29. nóvember 2023 kl. 19.30.

KOSTAR: 2.000 kr. og veitingar innifaldar.

  • ATH! Leggið inn á reikning 0121-15 – 555301 kt. 2311684519 með staðfestingu á dagbjortth@talnet.is

 

Allar upplýsingar um Golfnefnd FKA má finna á Facebook HÉR og heimasíðu HÉR

 

Golf í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Mögulega líka með kaffinu. Tengslamyndum í FKA fer fram á margvíslegan hátt – líka í golfskóm / MYNDASYRPA úr síðustu golfferð.

Til kvenna sem langar að byrja í golfi en skorti grunn, þekkingu og tengslanet.

Hlutverk og helstu verkefni Golfnefndarinnar er að stuðla að virku golfstarfi innan félagsins, halda árlegan golfviðburð fyrir FKA golfkonur og leggja áherslu á að fá fleiri byrjendur með í hópinn. Það er því verið að hlúa að reynslumiklum golfurum innan félagsins en líka þeim sem langar að byrja í golfi en skorti grunn, þekkingu og tengslanet. „Markmiðið Golfnefndarinnar síðast var að efla félagskonur í golfinu og leggja sérstaka áherslu á að fá fleiri byrjendur með í hópinn því höfum orðið varar við að flottar konur langaði að byrja í golfi en skorti grunn, þekkingu og tengslanet. Félagskonur áttu fastan hermatíma í Golfsvítunni í Ögurhvarfi einu sinni í viku á síðasta starfsári. Við fengum Karen Sævarsdóttur til að vera með golfkennslu og var hún bæði með einstaklings og hópakennslu fyrir félagskonur, auk þess sem hún setti upp golfskóla í Ítalíuferðinni,“ segir helga Björg stolt frá og að þetta sé frábær leið til að bóka sig og hittast án þess þó að þurfa að mæta með vinkonu eða fylla heilt holl.

 

Hlökkum til að sjá ykkur !

Golfnefnd 2023-2024 

Dagbjört Þórey Ævarsdóttir 

Elna Christel Johansen

Elsa Dóra Ísleifsdóttir

Guðrún Þorsteinsdóttir

Katrín Garðarsdóttir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Ólöf Ásta Farestveit 

Sigurbjörg Gunnarsdóttir