,,Spennandi verkefni framundan með öflugum hópi,” segir Dr. Ásta Dís Óla­dótt­ir nýr formaður Jafn­væg­is­vog­ar­ráðs.

Velkomin um borð Ásta Dís og þakkir fyrir þinn sprett Hildur fyrir Jafn­væg­is­vog­ina!

Jafnvægisvog FKA er orðin þekkt stærð í íslensku atvinnulífi og árleg ráðstefna Jafnvægisvogar liður í að efla jafnréttisvitund á vinnumarkaði með umræðu og jafnréttisáherslum.

,,Spennandi verkefni framundan með öflugum hópi,” segir Dr. Ásta Dís Óla­dótt­ir, dós­ent í stjórn­un og alþjóðaviðskipt­um við Há­skóla Íslands sem er nýr formaður Jafn­væg­is­vog­ar­ráðs.

Jafn­væg­is­vog­in hef­ur verið starf­rækt frá ár­inu 2018 og er unn­in í sam­starfi við for­sæt­is­ráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pip­ar/​TBWA og Rík­is­út­varpið. Það er Thelma Kristín Kvaran er verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA og áhugasömum er bent á heimasíðu FKA fyrir frekari upplýsingar um þátttöku, viðurkenningarhafa o.s.frv.

LESA HÉR – Markaðurinn.

Mynd: Silla Páls

Thelma Kristín Kvaran verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA.

Hildur Árna­dótt­ir, ráðgjafi og stjórn­ar­kona, sem hef­ur verið formaður ráðsins frá 2019.

Und­an­far­in ár hef­ur Ásta Dís varið mikl­um tíma í rann­sókn­ir, kynn­ing­ar og viðburði á sviðum jafnra tæki­færa kynj­anna til stjórn­un­ar­starfa // Mynd: Kristinn Ingvarsson.

Úreltar aðferðir?

Dr. Ásta Dís Óladóttir hefur undanfarin ár framkvæmt rannsóknir, flutt erindi og gefið út fjölda ritrýndra greina og bókakafla um jöfn tækifæri kynjanna. Hún hefur meðal annars rannsakað ásamt sínu samstarfsfólki ráðningaferli forstjóra í skráðum félögum og gefið út greinar. „Erum við að beita úreltum aðferðum?“ var yfirskrift á erindi Ástu Dísar á ráðstefnu Jafnvægisvogar FKA 2022 „Jafnrétti er ákvörðun“ þar sem hún fjallaði um arftakastjórnun, áskoranir, tengslanet og ráðningavenjur sem geta talist útilokandi fyrir konur. Ráðstefnan fór fram í myndveri RÚV Efstaleiti og var streymt í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV þann 12. október síðastliðinn. Þar kynnti Eliza Reid forsetafrú og félagskona sjötíu og sex aðila sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022 en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn).

Erindi upptaka HÉR // Dr. Ásta Dís Óladóttir „Erum við að beita úreltum aðferðum?“

Árleg ráðstefna Jafnvægisvogar er orðin þekkt stærð í íslensku atvinnulífi, liður í að efla jafnréttisvitund á vinnumarkaði með umræðu jafnréttisáherslum. Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði, er mælitæki sem hefur eftirlit með stöðu og þróun kynjajafnréttis í stjórnum og framkvæmdastjórnum íslenskra fyrirtækja. Staðan er 19-3 í Kauphöllinni, körlum í vil og kynjahalli í atvinnulífinu öllum kunn þrátt fyrir að Ísland skori hæst og er gjarnan leiðandi og framalega á alþjóðavísu þegar fjallað er um stöðuna í atvinnulífinu er kemur að jafnréttinu, menninguna sem skapar okkur og tækifærin. Það er Thelma Kristín Kvaran er verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA og áhugasömum er bent á heimasíðu FKA fyrir frekari upplýsingar um þátttöku, viðurkenningarhafa o.s.frv.

UPPTÖKUR

Slóð á Jafnvægisvog FKA 2022

Slóð á Jafnvægisvog FKA 2021

Slóð á Jafnvægisvog FKA 2020

Slóð á erindið „Þegar tölur vekja tilfinningar Jafnvægisvog FKA 2019“ er HÉR en önnur erindi það árið má nálgast á netinu.

Jafnvægisvog FKA HÉR

Mynd: Silla Páls.

Frekari upplýsingar veitir: Thelma Kristín Kvaran verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA, jafnvaegisvogin@fka.is

#FKA #Tengslanet #Hreyfiafl #Sýnileiki #Pipar\TBWA #Jafnvægisvog #Sjóvá #Jafnvægisvogin #JafnvægisvogFKA @Þorsteinn Pétur Guðjónsson @Anna B. Sigurðardóttir #RÚV #Deloitte @Birgir Jónsson @Ásta Fjeldsted #Festi @dr. Ásta Dís Óladóttir #HÍ #HáskóliÍslands Bragi Valdimar Skúlason @Katrín Jakobsdóttir @Eliza Reid @Thelma Kristín Kvaran Mynd @Silla Páls #Markaðurinn #Fréttablaðið