Guðlaug Hrönn, Guðrún, Guna, Hafdís, Ingibjörg Salóme, Jasmina og Sandra bjóða sig fram til stjórnar FKA.

Kæra félagskona!

Sjö konur gefa kost á sér í sex laus sæti og upplýst verður um úrslit kosninga á Aðalfundi FKA 15. maí 2024.

Framboðsfrestur rann út 29. apríl 2024 og sjö konur gefa kost á sér í sex laus sæti, þrjú stjórnarsæti til tveggja ára og þrjú varasæti til eins árs. Við hvetjum félagskonur til að kynna sér frambjóðendur og kjósa.

Opinn kynningarfundur verður 2. maí 2024 kl. 12.00-13.00 á netinu með frambjóðendum til stjórnar Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA 2024.

 

Mynd frá vinstri: Guðlaug Hrönn, Guðrún, Guna, Hafdís Perla, Ingibjörg Salóme, Jasmina & Sandra.
Kynning á frambjóðendum. Stjórnarframboð FKA 2024 eru í stafrófsröð:
 
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir / Eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjöf ehf.

Kynning HÉR/IS og HÉR/EN

Guðrún Gunnarsdóttir / Framkvæmdastjóri Fastus heilsu.

Kynning HÉR

Guna Mežule / Rekstrarstjóri TEYA.

Kynning HÉR 

Hafdís Perla Hafsteinsdóttir / Lögmaður og eigandi lögmannsstofunnar Contracta ehf. og ráðgjafarfyrirtækisins 3H-Ráðgjöf ehf.

Kynning HÉR

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir / Framkvæmdastjóri og eigandi Gæludýr.is og Home&you.

Kynning HÉR

Jasmina Vajzovic Crnac / Stjórnmálafræðingur og eigandi IZO ráðgjöf.

Kynning HÉR

Sandra Yunhong She / Framkvæmdastjóri og eigandi Arctic Star ehf.

Kynning HÉR

Kosningar fara fram frá kl. 12 á hádegi sunnudaginn 12. maí til kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 14. maí 2024.  Atkvæðagreiðslan er rafræn og er kjöri lýst á aðalfundi. Kosning fer fram með rafrænum hætti til að auka jafnræði og þátttöku og einfaldar málið fyrir konur sem eiga ekki heimangengt. Minnum við á að hafa rafrænu skilríkin klár.

 

Rafræn skilríki í kosningu og greiðsla félagsgjalda.

Þær einar eru kjörgengar og hafa atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins og í kosningum í aðdraganda aðalfundar sem eru skuldlausar við félagið einni viku fyrir aðalfund. Við hvetjum ykkur að kanna með greiðslu félagsgjalda.
Kosningar fara fram frá kl. 12 að hádegi sunnudaginn 12. maí til kl. 12 hádegis þriðjudaginn 14. maí 2024. Kosningar til hlutverka og embættisstarfa innan félagsins fara fram í aðdraganda aðalfundar félagsins ár hvert. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er kjöri lýst á aðalfundi. Kosning fer fram með rafrænum hætti til að auka jafnræði og þátttöku og einfaldar málið fyrir konur sem eiga ekki heimangengt. Minnum við á að hafa rafrænu skilríkin klár.
Aðalfundarboð má nálgast HÉR sem var sent 17. apríl 2024.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins og skal hann haldinn fyrir lok maí ár hvert samkvæmt lögum félagsins sem má nálgast HÉR.
Skráning á aðalfundinn HÉR
Að loknum aðalfundarstörfum verða léttar veitingar!